Skírnir - 01.01.1954, Qupperneq 126
GUÐMUNDUR MAGNÚSSON PRÓFESSOR:
UM BANDORMA.
[I Landsbókasafni eru ýmis eftirlátin plögg Guðmundar prófessors
Magnússonar, en þó ekki enn sem bezt aðgengileg. Sjúkradagbækur hans,
sem vitað er, að hann hélt kirfilega saman, vantar frá heilum samfelldum
tímabilum og auk þess svo til allar dagbækur um sullaveikissjúklinga
hans (sbr. ummæli Matthíasar Einarssonar í Læknablaðinu 1949, bls. 68),
en ekki mun vonlaust um, að þetta geti enn dulizt einhvers staðar í fylgsn-
um safnsins. Röðun þessara plagga er ekki enn lokið, og bíður það þess,
að úr skugga sé gengið um, hvað til er af þeim í safninu; allt er þetta
óskráð og hefur ekki verið tölusett.
Þá er ég í vetur sem leið fletti af sérstöku tilefni nokkrum blöðum i'ir
þessum plöggum Guðmundar prófessors Magnússonar, rakst ég á handrit
hans að alþýðlegum fyrirlestri um bandorma, sem hann hefur flutt á
fræðslufundi i einhverju félagi, en aldrei birt. Þó að fyrirlesturinn sé
auðsjáanlega tekinn saman í allmiklu flaustri, sem orðfærið ber nokkurt
vitni um, má hann að efni til heita frábærlega vel úr garði gerður. Er
það íhugunarefni á vorum tímum, hvað það er, sem hér lyftir meðferð
næsta óskáldlegs efnis svo hátt upp yfir allan hversdagsleika. Það er hin
lotningarfulla, fagnandi undrun höfundarins yfir sköpunarverkum náttúr-
unnar, en þessarar afstöðu til náttúrunnar og fyrirbæra hennar gætti
einmitt mjög rnikið meðal náttúruskoðara á samtíð hans. Svo var þessu
ekki síður farið um annan kennara, sem hefur orðið nemendum sínum
mjög minnisstæður vegna kennsluíþróttar sinnar, Stefán skólameistara
Stefánsson. Sigurður skólameistari Guðmundsson hafði veitt þessu athygli
um Guðmund prófessor Magnússon og taldi, að það hefði átt ríkan þátt
í því, hve snjall námsmaður hann varð (Á sal, Reykjavík 1948, bls. 29—•
33). Ég læt þá ágizkun liggja á milli hluta, en hitt veit ég af eiginni
reynd, að þessari lotningarafstöðu þeirra Guðmundar prófessors Magnús-
sonar og Stefáns skólameistara Stefánssonar til viðfangsefna sinna mátti að
ekki litlu leyti þakka það, hverjir afburðakennarar þeir reyndust.
Þá er ég hafði lesið þenna bandormafyrirlestur, flaug mér í hug að
senda hann, að fenginni heimild til þess, Náttúrufræðingnum til birtingar,
bæði með það í huga, að enn er Islendingum því miður ekki með öllu
óþarfur almennur fróðleikur um sullaveiki, og eins hitt, að gagnlegt gæti
verið fyrir rithöfunda þá, er að Náttúrufræðingnum standa, að rifja upp
fyrir sér, hve lystilega er unnt að bera á borð fyrir almenning hagnýtan
fróðleik um náttúrufræðileg efni. Virðist mér slíkt ekki dagleg matseld
nú á tímum, hvað sem veldur. Fráleitt er nóttúran orðin það ómerkilegri