Skírnir - 01.01.1954, Síða 127
Skirnir
Um bandorma
123
en hún var, að þar sé nú ekki lengur neinu fagnaðar- eða undrunarefni
að heilsa, en vísast eru vel flestir náttúruskoðarar orðnir of merkilegir til
að falla í stafi yfir því, sem hún réttir að þeim.
Þó fór svo, að ég ókvað að senda Skirni fyrirlesturinn, og er saga til
þess. Skírnir hafði þegið af mér til birtingar grein um sullaveikisrann-
sóknir. Það er tyrfin ritsmíð, enda var hún aldrei fyrirhuguð almenningi
til lestrar, heldur nánast birt til að geymast ó visum stað, ef einhver sulla-
veikisfróður grúskari léti sig einhvern tima efnið varða. Nú leit glöggur
maðru- yfir greinina í próförk og hafði orð ó því, sem mér kom mjög á
óvart, að leikmenn mundu geta haft greinarinnar góð not, ef þó brysti
ekki yfirlitsfróðleik um eðli bandorma, og vildi hann, að ég ritaði slíkan
inngang að greininni. Þetta varð til þess, að mér flaug í hug bandorma-
fyrirlestur Guðmundar prófessors Magnússonar, og ætla ég honum að taka
af mér ómakið.
En margt á fyrir sér að fara öðru vísi en ætlað er, og er ekkert líklegra
en einmitt þessi ágæti fyrirlestur geri mína grein að visu ekki óskiljan-
legri, en þá sem þvi svarar enn ólystilegri aflestrar. Enda þótt svo færi,
er bættur skaði. Læknar og kennarar eru þær starfsstéttir, sem öðrum stétt-
um fremur rita verk sin i sand. Jafnvel garðbrot og kofarústir bera óra-
lengi vitni starfandi höndum, sem þar hafa verið lagðar að. Verk leir-
skálda og alla vega klaufalega gerðir smíðisgripir eru til sýnis um aldir.
En þegar sjúklingarnir og nemendurnir eru allir, hvað er þá til vilnis-
burðar um hin frábærustu læknisverk og kennsiustörf? Tíðast ekkert.
Nemendur Guðmundar prófessors Magnússonar týna nú sem óðast töl-
unni, og þegar þeir eru allir horfnir úr tölu lifenda, hver veit þá, hvernig
hann kenndi? Enginn. 1 þessum fyrirlestri hans felst lítils háttar vitnis-
burður um það. Og Skímir geymir éreiðanlega vitnisburði um ýmislegt,
sem er ekki öllu merkara.
Fyrirlesturinn er birtur með leyfi háskólaráðs.
4. júlí 1954. Vilmundur Jónsson.\
Þegar okkar háttvirti formaður með þrábeiðni fékk mig til
að lofa að tala hér í kvöld, valdi ég efni þess konar, að ég
hugði ég mundi geta vanið hann af ferðum til mín í þessum
erindum.1) Ég sagðist tala um bandorma,2) auðvirðilegar [og]
1) Höfundurinn hefur fyrst hugsað sér að flytja erindið blaðalaust að
öðru leyti en því að hafa sér til stuðnings á blaði nokkur efnisatriði. Þau
byrjaði hann að skrá á þessa leið: „Tala mn bandorma. Auðvirðil. óálitl.
skepnur. Samt ekki ómerkil. o. s. frv.“ En brótt ræður hann af að skrifa
fyrirlesturinn að fullu. Hann ritar upphafsorð og fyllir í eyður hinna
sundurlausu atriðisorða, en þó ekki til hlítar, og sér þess stað i upphafi
máls hans.
2) Höfundurinn hefur í upphafi ællað að kalla ormana, sem hann ræðir