Skírnir - 01.01.1954, Síða 128
124
Guðmundur Magnússon prófessor
Skirnir
óálitlegar skepnur, [en] samt ekki ómerkilegar, bæði að lífs-
ferli og þeirri einatt óþægilegu sambúð, sem þeir hafa við
oss menn.
Lengi hafa menn þekkt þá. Fyrir 100 árum héldu menn,
að [þeir] kvikniÆu í óþverra. Nú vita menn, að þeir kvikna
ekki fremur úr saur í innyflum en kálfar úr mykju eða kind-
ur úr sauðataði. Þeir fylgja í því sömu reglu og annað lifandi,
að þeir verða ekki til úr öðru en lifandi, en þó á annan hátt
en mörg önnur dýr. Vissulega vita allir hér, að sérhver fugl
er orðinn til í eggi, úr eggi, og fiskar úr hrognum, sem einnig
eru egg. Og velflestir vita, að við mennirnir og önnur spen-
dýr erum einnig orðnir til úr eggjum, þó þau séu margfalt
minni en fuglsegg: fuglaegg verða að vera svona stór, af því
að unginn verður að hafa nesti til að fæðast á, meðan hann
lifir innan í egginu, og þegar hann skríður úr egginu, er
hann oft svo sprækur, að hann getur bjargað sér sjálfur.
Spendýraegg mega vera svona lítil, af því að unginn kemst
svo snemma í samband við blóð móður sinnar og nærist á
því og á móðurmjólkinni, þegar hann er borinn.
Bandormarnir mynda egg og verpa þeim. En hér kemur
þegar kynlegur hlutur fram: úr egginu verða ekki bandorm-
ar. Hvað þá? tJr því kemur ungi, sem verður að öðru dýri,
allsendis ólíkur foreldri sínu. Og hvernig er þá foreldrið?
Hvernig líta bandormarnir út?
Þeir eru flatvaxnir, oftast eins og langar, hvítar ræmur,
bendlar. Annar endinn [er] mjórri, og á honum má greina
haus með alldjúpum dældum, oftast kringlóttum, eða skál-
um, 4 að tölu, sem hann sýgur sig fastan með. Oft er hring-
ur af klómynduðum tönnum kringum hausinn fyrir framan
skálarnar til stuðnings festu. Þegar nokkuð dregur frá hausn-
um, sjást þverrákir á bendlinum og verða æ greinilegri, svo
um, bendilorma, en snýst hugur og ákveður að kalla þá bandorma. Þar,
sem hann hafði skrifað hið fyrra heiti, breytir hann því víðast i hið síðara
heiti, en láðst hefur honum að gera það alls staðar. Hefur þetta verið sam-
ræmt, eins og auðsjáanlega hefur verið tilætlun höfundar. Að öðru leyti er
ekki viljandi haggað orðfæri höfundar, en stafsetning er færð til nútíðar
hátta og augljós pennaglöp leiðrétt.