Skírnir - 01.01.1954, Page 129
Skírnir
Um bandorma
125
að afturhlutinn, [sem er] breiðari, er settur saman af liðum,
og eru þeir oft svo laust tengdir saman, að þeir losna sundur
við litla viðkomu, og enda án hennar, og ganga niður af
skepnunni með saurnum.
Með nánari athugun má sjá, að í hverjum einum af þess-
um liðum eru getnaðarfæri og meira að segja tvenns konar
í hverjum lið, bæði karlleg og kvenleg. f gömlum liðum, langt
aftur frá hausnum, er legið fullt af unguðum eggjum.
Hér kemur þá annar kynlegur fyrirburður: Þetta dýr, sem
oss virðist í fljótu bragði vera eitt og nefnum eftir því, það
er þá í raun réttri hópur af dýrum, samfélag dýra, þar sem
hver liður er einstaklingur, en vinnunni skipt þannig, að
fremsti liður hefur það eitt hlutverk að festa dýrahópinn,
en eignast enga getnaðarlimi, en hinir liðirnir eru tvítóla.
f hverjum þeirra myndast egg og sæði, og hver fiður frjóvgar
sig sjáifur.
En hvað líður þá meltingarfærum? Á þá hausinn að taka
móti fæðu fyrir allan hópinn? Nei, það er hvorki munnur
né magi í neinu þessu dýri. Þau iáta dýrið, sem þau lifa í,
hafa fyrir því að melta fæðuna, tilreiða hana svo, að hún
seytlar inn gegnum húðina á dýrunum, hvar sem er. Þau
þurfa því ekki á neinum meltingarfærum að halda, því þau
era ævinlega til þess að ummynda fæðuna, svo að hún geti
seytlað inn í líkamann.
Bandormarnir lifa nálega ævinlega í görnunum, einkum
í mjógirninu. Þar er hausinn festur; þar er meltingin komin
á það stig, að bandormarnir geta nýtt sér hana.
Það er þá býsna fyrirhafnarlitið líf þetta; ekkert erfiði
fyrir fæðunni, hvorki til að afla hennar né tilreiða. Hún
berst þeim fyrirhafnarlaust. Margir menn eru svo gerðir,
að þeir mundu kjósa sér svona samastað og svona fyrirhafnar-
lítið líf. Og til hvers gengur þá þessi fæða, sem þeir fá inn
í sig með svona lítilli fyrirhöfn? Aðallega í þarfir tímgun-
arinnar. Mest orkan lendir í því að búa til egg. En það er
nú sannast að segja, að það eru ekki nema afburðaheppnir
einstaklingar, sem komast í þessa paradís. Ögrynni af eggj-
um fer forgörðum. Eggin flestra bandorma eru svo gerð, að