Skírnir - 01.01.1954, Page 131
Skírnir
Um bandorma
127
Nokkuð er það í áttina, sagði ég, en ekki er það meira,
því aldrei ber það við, að hausarnir verði að bandormi innan
í sullinum. Þeir eru og verða hausar, ekki meira, og eiga
meira að segja afmarkaðan aldur, svo að hér er enn þrösk-
uldur. Ef getur má leiða að því, hvert sé takmark bandorm-
anna, þá virðist ekki ógætilega talað, ef litið er til annarra
vera lifandi, að segja: takmark þeirra er að geta af sér nýja
bandorma. En hér er enn ekki komið svo langt sögu, að þessu
takmarki sé náð. Við erum ekki komnir lengra en í sullina.
Og margir, margir sullir ná því aldrei. Skilyrðið er það, að
hausarnir, sem myndast í sullunum, komist niður í garnir
á dýri, sem á viS þá, en það er auðsætt, að þetta verður
ekki, nema einmitt þess konar dýr éti sullina með bandorms-
hausunum. Þó einhver önnur dýr éti þá, stoðar það ekkert;
hausarnir eru þá jafnfjarri því takmarki að verða að band-
ormum. Segjum t. d., að sullir úr manni eða kind lendi í
hákarlsmaga — slíkt hefur tilborið. — Ekki fær hákarlinn
bandorma úr þeim hausum.
En sé svo mikil heppni með, að hentugt dýr éti sullinn,
þá er þeim hausum borgið; þeir verða að bandormum og hafa
þá fullkomnað sitt ætlunarverk í bandormafélaginu, og vænta
má, að eitthvað af þeim eggjum, sem myndast í þeim, þegar
þeir eldast, kunni síðar meir aftur að geta orðið að band-
ormum með þvi að ganga gegnum þetta millibilsástand, sem
getið hefur verið um. En á engan hátt annan.
Það er sannast að segja, að ég hef gert helzt til inikið
úr „heppninni“, því að oftast er því svo haganlega varið, að
blöðrustigið (sullurinn) þrífst í þeim dýrum, sem verða
bandormahúsráðendum að bráð. Sullir frá þeim bandormum,
sem í mönnum lifa, þrífast í þeim dýrum, sem við höfum
til manneldis, einkum svínum og nautum. Af því að sullir
mannabandorma þrífast illa í kindum, eru bandormar fágætir
í íslendingum, sem, eins og kunnugt er, fram að þessu hafa
mestmegnis neytt kindakjöts. Þegar það fer að tíðkast hér
að éta hrátt svínakjöt og hálfhrátt nautakjöt, má búast við,
að þetta breytist.
Bandormar í hundum eiga sér sulli í mörgum þeim dýrum,