Skírnir - 01.01.1954, Side 132
128
Guðmundur Magnússon prófessor
Skirnir
sem verða hundum að bráð, hér á landi kindum og naut-
gripum, erlendis hérum og kanínum, jafnvel í hundalús.
Af því að nú er svo komið í heiminum, að fágætt má telja,
að dýr éti menn og sulli úr þeim, er það beinlínis óheppi-
legt fyrir bandormafélagið, að sullir þeirra lifi í mönnum;
þeir glata með því sínu ætlunarverki. Og þá er það ekki síður
óheppilegt fyrir oss mennina, og það væri í beggja þágu, að
breyting yrði á þessu og að sullir hættu að hafa bólfestu í
mönnum.
Hér hafa verið raktir aðaldrættirnir í þessum einkennilega
lífsferli. En geta má þess enn fremur, að oft og einatt eiga
stórir bandormar sér litla sulli og litlir bandormar mjög
stóra, og virðist nálega sem þetta sé regla, hvernig svo sem
á því stendur. Líklegt er, að það sé eitthvað svipað og kemur
fram í því, að smávaxin dýr eiga jafnaðarlega fleiri unga
og egg en stórvaxin, og þau dýr, sem eiga marga óvini og
vegna ýmislegs andstreymis erfitt með að koma upp afkvæmi
sínu, eins og t. d. fiskar, eiga mörg egg (hrogn). Raunar má
segja, að allir bandormar eigi í vök að verjast með góð afdrif
afkvæma sinna, en þeir, sem eru langir og margliðaðir, eiga
auðvitað miklu fleiri egg en hinir, sem stuttir eru, og það
eru margfalt meiri líkur til, að frá þeim æxlist margir sullir.
En komi margir sullir út af einum ormi — einu ormfélagi
— er félaginu ekki eins mikil nauðsyn á, að margir hausar
myndist í hverjum. Þeir mega vera litlir og með fáum hausum
og samt góðar líkur til, að nógu margir nái því takmarki að
verða að bandormum, svo að tegundin líði ekki undir lok.
Séu ormarnir hins vegar litlir og verpi fáum eggjum, þá
verður þörfin miklu meiri til þess, að frá hverju eggi, sem
ungast út, komi sullur með mörgum hausum.
Hvernig sem vér lítum á lífið umhverfis oss, hvort sem
vér lítum svo á, að líkur séu til, að það hafi í fyrstu orðið
til „af sjálfu sér“, eða vér trúum því, að það hafi orðið til
fyrir sköpunarkraft, hvort sem vér teljum einhvern tilgang
með því eða ekki, þá virðist ekki auðvelt að loka augunum
fyrir því, að áleitni lífsins er mjög svo máttug. Varla er
unnt að finna svo smugu á jörðinni, að ekki sé þar eitthvert