Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 134
130
Guðmundur Magnússon prófessor
Skírnir
Nú skal ekki farið hér langt út í að telja upp bandorma
né lýsa þeim, en helztu bandorma, sem í mönnum lifa, verð
ég að minnast á.
Vér erum svo óheppnir að vera hentugir matgjafar fyrir
nokkrar bandormstegundir, en fágætt er að finna í manns-
þörmum nema 2 tegundir. Þær eru báðar stórvaxnar, og geta
bandormar annarrar tegundarinnar orðið 7 metrar að lengd
eða fullir 3 faðmar; hausinn á þeim er klólaus; sullur þessa
bandorms er lítill, ekki stærri en matbaun. Hann lifir í vöðv-
um á nautgripum, og menn fá því þennan bandorm af því
að éta hrátt eða illa soðið nautakjöt. Hér á landi virðist þessi
bandormur ekki innlendur, en hittist stundum í útlending-
um. Hinn bandormurinn er minni og þó stór, verður tæp-
lega lengri en 3 metrar eða 2 faðmar; hausinn er með lítilli
trjónu fram úr sér, og er utan um hann hringur af kló-
mynduðum tönnum. Sullur þessa bandorms er ekki öllu
stærri en hins og hittist oftast í svínum, einkum í vöðvunum,
og menn fá þennan bandorm af því að éta svínakjöt hrátt.
Það ber til, að sullur þessa orms getur lifað í mönnum, en
vegna þess hve lítill hann er, veldur það jafnaðarlega ekki
miklum óþægindum, nema þá sjaldan að hann er innan í
auganu. Svo er um þennan bandorm sem hinn, að hann hittist
tæplega hér á landi nema í útlendingum, sem hafa sýkzt
erlendis.
Ekki verður sagt, að þeir séu verulega hættulegir, en ýms-
um kvillum í meltingarfærum og taugakerfi geta þeir valdið,
og cr það þó fremur um þriðju bandormstegundina, sem
mér vitanlega hefur aldrei hitzt í mönnum hér á landi, en
er ekki óalgengur í mönnum sumstaðar erlendis. Hann er
að gerð og lifnaðarháttum að ýmsu leyti ólíkur hinum. Það
tekst venjulega að drepa bandorma í mönnum með orm-
drepandi lyfjum.
En þó vér íslendingar förum, mörgum öðrum þjóðum
fremur, á mis við bandorma, þá eru sullir í mönnum algeng-
ari hér en nálega alstaðar, og vikur því svo við, að vér menn-
irnir erum hentug íbúð fyrir sull einnar bandormstegundar,
sem lifir í hundum. Sá bandormur er örlítill, ekki meira en