Skírnir - 01.01.1954, Page 135
Skírnir
Um bandorma
131
sentímetri að lengd og ekki fleiri liðir en 3 alls. Hann er
því ekki öllu lengri en njálgur, sem flestir munu kannast
við, en digrari er hann. Hausinn á þeim bandormi er bæði
með sogskálum og klótönnum og er því vel festur. Stundum
geta þeir verið hundruðum saman í einum hundi. En sullur
þessa bandorms er margfalt stærri en allra annarra og getur
tekið nokkra lítra. f flestum mannasullum eru vaxnir hausar
hundruðum saman, þó að óbyrjur hittist. Það bætir og ekki
úr skák með hausamyndunina, að jafnaðarlega myndast aðrir
sullir minni innan í þeim gömlu — sullabörn og barnabörn
— og innan í þeim enn hausar. Hundarnir virðast ekki hafa
sérlega mikinn baga af þessum bandormum, en sullirnir geta
vegna stærðar og fjölda valdið kveljandi og oft banvænum
sjúkdómi, og hittist langoftast í lifrinni, en ekki ósjaldan í
lungum. Bandormstegund þessi væri illa farin, ef sullirnir
tir henni lifðu ekki nema í mönnum; hún mundi þá brátt
líða undir lok; en það er ekki því að heilsa, því sullirnir úr
henni lifa einnig góðu lífi í kindum og nautgripum, og það
verður henni til bjargar og oss til ills.
Sennilega er ykkur forvitni á að vita sönnur á þessu, sem
hér er sagt: að þessi auðvirðilegi litli bandormur í hundunum
geti valdið svona stórum sullum í mönnum og að sullirnir
í mönnum séu sama eðlis og sumir þeir sullir, sem í búfénaði
lifa. Þessa sönnun hafa menn fengið hvað eftir annað með
því að ala upp hvolpa þegar frá fæðingu eingöngu með soð-
inni fæðu og drykk og fá þannig tryggingu fyrir því, að
ekki komist lifandi bandormshausar niður í þá. Þegar hvolp-
arnir eru búnir að ná nokkrum þroska, eru þeir látnir éta
sulli með lifandi bandormshausum. Sé hvolpunum þá lógað
eftir fáar vikur, finnast bandormar í þörmum þeirra í hrönn-
um.
Á svipaðan hátt hefur verið sannað, að bandormseggin
valdi sullum, með því að láta lömb, kálfa eða grísi éta band-
orma. Sé þeim slátrað eftir nokkurn tíma, er það segin saga,
að sullir finnast í þessum dýrum, misstórir eftir því hve
langt er um liðið.
Það er sannast að segja oss Islendingum til lítils sóma,