Skírnir - 01.01.1954, Side 136
132
Guðmundur Magnússon prófessor
Skírnir
hve algeng sullaveiki er hér í mönnum, því vér getum ekki
fengið þá á annan hátt en úr þessum hundabandormum,
þegar liðir þeirra eða egg þeirra ganga niður af hundunum
með saurnum, og því augljós vottur um skort á þrifnaði. Og
það getur ekki orðið oss nægileg afsökun, að víðast hvar á
jörðunni, þar sem margt fé er og margir hundar — og þetta
tvennt fer jafnaðarlega saman — stingur þessi veiki sér niður,
því hér er hún svo algeng.
Og það virðist samkvæmt því, sem sagt hefur verið um lífs-
feril dýrs þessa, ekki nema handvömm að útrýma ekki veik-
inni að mestu. Veilan er svo augljós á tveim stöðum í keðj-
unni, að það ætti að vera auðvelt að slíta hana. Annar veili
lilekkurinn er eggið. Komist það ekki niður i menn úr hund-
unum, þá geta menn ekki fengið sulli. Hinn hlekkurinn er
bandormshausarnir í sullunum. Komist þeir ekki niður í
hunda, þá geta hundarnir ekki fengið bandorma og þá ekki
heldur gengið niður af þeim egg.
1 hverju því landi, sem er hundlaust, eru ekki heldur til nein-
ir sullir í mönnum. En eins og hér á landi hagar til, er það
ógerlegt að ætla sér að útrýma öllum hundum. Bændurnir
þurfa að hafa fjárhunda, og þeir geta ekki komizt af án þeirra.
öðru máli er að gegna um kaupstaðarhunda; þeir eru óþarfir,
en það virðist alltaf fara í vöxt sá ósiður að halda óþarfa
hunda.
Allur galdurinn til að útrýma sullaveiki í mönnum er
þetta: að láta ekki hundana ná í sulli, þegar búfé er slátrað,
og til þess þarf aðeins sívakandi hirðusemi. Nú er það farið að
tiðkast að slátra meginþorra af sláturfé í sérstökum slátrunar-
húsum, og ekkert ætti að vera auðveldara en að sjá um, að
hundar nái þar alls ekki í sullmengað slátur, en eftir því sem
dýralæknirinn okkar hefur sagt mér, er mikill misbrestur á
þessu.
Við eigum til góð lög, sem gefin voru út 1890, en ég gæti
trúað, að fæstir ykkar vissu af þeim. Þau leggja sekt við því,
ef ekki er farið þannig með sullmengað slátur, að hundar nái
ekki í það, og þau ákveða, að skatt skuli gjalda af öllum
hundum, 2 kr. af fjárhundi, 10 kr. af hverjum kaupstaðar-