Skírnir - 01.01.1954, Side 137
Skírnir
Um bandorma
133
hundi.1) Þetta er gert í því skyni að fækka óþarfa hundun-
um, en hundaeigendur eru grunaðir um tíundarsvik og ekki
um skör fram. Lögreglan í hverjmn kaupstað verður að sker-
ast i leikinn og sjá um, að þess konar haldist ekki uppi. Bæjar-
stjórnin í Reykjavík hefur gert sitt til með ákvæðum í lög-
reglusamþykktinni, en ekki er það bæjarstjórnarinnar verk
að sjá um, að hún sé haldin.
Lögin leyfa einnig að gera samþykktir um hundalækningar
með bandormalyfjum, en það er hvort tveggja, að fram-
kvæmdir á þeim ákvæðum eru víða daufar, enda gagna þær,
því miður, síður við þessa litlu hættulega bandorma en við
þá stærri.
En þrátt fyrir öll undanbrögðin og vanhirðuna er sullaveikin
þó í rénun, en það gengur of seint, og þess gœtir ekki nágu
miki8.
Það, sem þið getið gert hérna í Reykjavík, til að draga úr
sullaveikinni, er þetta tvennt: n 5 hafa þa8 hugfast, að hver
einasti hundur á þessu landi getur orðið valdur að hœttulegri
veiki í mörgum mönnum, ef til vill bana, og a ð stuðla að
því, að hundar séu ekki haldnir, með því að gera það ekki
sjálfir og með því að segja lögreglunni frá ómerktum hund-
um.2)
1) Nú 15 kr. og 150 kr.
2) Þó að fyrir víst 30—40 ár og líklegast enn lengri tími sé liðinn frá
því, að þessi varnaðarorð voru rituð, eiga þau orði til orðs við enn í dag.
Víst hefur sullaveiki rénað í landinu á þessu tímabili, svo að um munar,
en þó á það sér enn stað, að sauðfé sé sollið sullum þeim, er valda sulla-
veiki í mönnum, en það er öruggur vitnisburður um, að enn kemur það
fyrir, að hundar beri i sér samsvarandi bandorm, og á meðan svo stendur,
er sullaveikishættan ekki um garð gengin í landinu.