Skírnir - 01.01.1954, Síða 138
VILMUNDUR JÓNSSON:
SULLAVEIKISRANNSÓKNIR
JÓNS FINSENS OG IIARALDS KRABBE.
I.
1 Morgunblaðinu 4. september 1953 birtust eftirmæli eftir
Thorvald Krabbe, fyrrum vitamálastjóra, rituð af nafn-
greindirm, kunnum höfundi. f upphafi eftirmælanna er gerð
grein fyrir foreldrum hins látna, og um föður hans segir svo:
„Faðir hans var Harald Krabbe prófessor við landbúnaðar-
háskólann í Kaupmannahöfn, kunnur vísindamaður. Kemur
hann við okkar sögu á þann hátt, að honum var á unga aldri
falið að rannsaka útbreiðslu og orsakir sullaveikinnar, sem
var þá hin mesta landplága. Harald Krabbe sýndi fram á,
hvern þátt hundamir og sóðaskapurinn áttu í útbreiðslu veik-
innar. Gerði hann grein fyrir þroskaferli innyflaormsins, er
orsakaði sjúkdóminn, í ritgerð, sem var 13 blaðsíður — og
hefur höfundurinn auðsjáanlega ekki verið gefinn fyrir óþarfa
málalengingar. Fyrir ritgerðina hlaut hann doktorstitil Hafn-
arháskóla, og hefur mér verið sagt, að hún sé hin stytzta
doktorsritgerð, er þar hafi verið tekin gild.“
Þessi frásögn um hina undrastuttu, en þó efnismiklu rit-
gerð Haralds Krabbe er frábært ævintýri og gott ef ekki gætt
þeim lífsneista, að spá megi því langra lífdaga. Mun lítt saka,
þó að svo sé um það sem vel flest ævintýri, að það eigi sér
veika stoð í veruleika. Sannleikurinn er sá, að Krabbe lauk
doktorsprófi, æðilöngu áður en hann fór að gefa sig að sulla-
veikisrannsóknum, enda fjallar doktorsritgerð hans um allt
annað efni, þ. e. um fosfórsýrumagn í þvagi og rannsóknir
þar að lútandi. Doktorsritgerðin kom út 1857 (ekki 1856, eins
og sums staðar er talið {21: 196)), og doktorsprófið fór fram
28. marz hið sama ár. Ritgerðin er ekki heldur svo stutt, að
annálsvert geti talizt. Hún fyllir vænt kver, áttblöðung, 22,4 X