Skírnir - 01.01.1954, Side 139
Skírnir
Sullaveikisrannsóknir
135
14,3 sm, 2 + 46 blaðsíður, en að vísu dregur það úr mála-
lengingum, að mikið er af töflum í ritgerðinni (20). Hér er
ekki heldur um það að ræða, að á milli mála fari um doktors-
ritgerð Krabbe og ritgerð þá, er hann samdi og birti átta
árum síðar um innyflaormarannsóknir sínar í Danmörku og
á Islandi með sérstöku tilliti til sullaveiki í hinu síðar nefnda
landi. Það er enn meira rit en doktorsritgerðin, fjórblöðungur,
26,7x21,0 sm, 2 + 64 blaðsíður og að aiik sjö spjöld með 117
eirstungnum myndum af bandormum og bandormahlutum.
(18). Loks er hér varla til að dreifa ritgerð þeirri, er Krabbe
birti í dönsku læknatímariti 1864, þar sem hann gerir stutt-
lega grein fyrir athugunum sínum á sullaveiki á Islandi árið
fyrir og getur m. a. lauslega tilrauna sinna og Jóns Finsens,
héraðslæknis á Akureyri, að rækta í hundrnn bandorma frá
sullum úr sullaveikum sjúklingum. Sú ritgerð er á 19 blað-
síðum (17). Getur hún hvorki talizt tiltakanlega stutt né löng,
miðað við þess háttar ritsmíðar, og alls ólík er hún því, að
hún hefði mátt endast höfundi til doktorsnafnbótar, þó að
ekki hafi allt verið djúpskreitt, sem menn hafa fleytt sér á
til þeirrar hafnar.
Leiðrétting á þessu skemmtilega mishermi um doktorsrit-
gerð Krabbe er rýrt ritgerðarefni, enda er leiðréttingin aðeins
inngangur að efni þessarar greinar og tilefni hennar. Greinar-
höfund hafði lengi órað fyrir því, að í heimildum, og þá ekki
sízt í íslenzkum heimildum, væri fullfrjálslega farið með efni,
þar sem metin er hlutdeild þeirra Jóns Finsens og Krabbe í
ráðningu sullaveikisgátunnar. En það mat er í stuttu máli
á þessa leið: Jón Finsen einn var „á réttmn vegi og nærri
markinu" að færa fyrstur manna með tilraunum óyggjandi
sönnur á, að sullaveiki í mönnum stafaði af sérstakri band-
ormstegund í hundum; Jón Finsen og Krabbe ráku í félagi
þetta smiðshögg á ráðningu gátunnar, en urðu aðeins fyrir
því óhappi, að án þeirra vitundar hafði þetta jafnframt verið
gert af öðrum, nokkru fyrr á sama árinu. Slík er niðurstaða
ekki ómerkara manns eða miður kimnandi tnn sullaveikismál
en Guðmundar Magnússonar prófessors (7:34). Hið sam-
eiginlega afrek Jóns Finsens og Krabbe í þessu efni er fyrir