Skírnir - 01.01.1954, Page 140
136
Vilmundur Jónsson
Skirnir
löngu viðurkennt sem sígild læknasöguleg sannindi, vafalaust
fyrst og fremst samkvæmt íslenzkum og dönskum heimildmn,
og þau rituð í kennslu- og handbækur lækna um víða veröld.
Dæmi um þetta úr nýrri alþjóðlegri læknahandbók: „In 1863,
Naunyn, and Krabbe and Finsen independently, demonstrated,
that scolices from human sources developed into the same
species of adult worm as those from cattle and sheep“ (5:
433). Verður því ekki annað sagt en eftirmælahöfundur Morg-
unblaðsins hafi menn að bera fyrir sig, er hann gerir heldur
meira en minna úr sullaveikisrannsóknum Krabbe. Mætti því
að óreyndu ætla, að hér væri þó engum útfararsannleika til
að dreifa.
Jafnframt því sem leitað var gagna til að sannreyna það,
sem ætlað var vitað um doktorsritgerð Krabbe og nú hefur
verið gerð grein fyrir, lét greinarhöfundur það eftir sér að
rýna í heimildir rnn hina frægu bandormaræktun þeirra Jóns
Finsens og Iírabbe, og fór þá svo, sem hann varði, að vel
mikið reyndist hafa verið af látið, og er áleitinn sá veikleiki
umkomulítilla þjóða að halda í lengstu lög hvers konar afrek-
um til sinna manna, einkum liðinna, og grannskoða þá ekki
heimildirnar. Þó að margar greinir hafi orðið með Islending-
um og Dönum, hefur þeim samið vel um að halda á loft
frama þeirra manna, sem báðrnn þjóðum hafa verið tengdir,
og Islendingar sízt verið eftirbátar í því efni, enda þá ekki
sett fyrir sig, þó að skyldleiki á þeirra hlið væri ekki alltaf
ýkjamikill. Efni þessarar greinar er að skýra frá niðurstöðum
þessarar heimildakönnunar.
II.
Hvert var nú komið þekkingu manna á orsökum og eðli
sullaveiki með sérstöku tilliti til sullaveiki Islendinga, þegar
þeir Jón Finsen og Krabbe koma hér til skjala? Hér á eftir
verður stuttlega rakin saga til þess áfanga og leiðin vörðuð
nöfnum 10 manna, sem þar hafa markað dýpst þekkingar-
spor, þó að víxlspora gæti jafnframt (4; 7: 1—28; 28: 1—17;
32: 558—661). Verður þá eingöngu fjallað um athuganir og
uppgötvanir, er varða beinlínis sjálfa sullaveikina, en að sjálf-