Skírnir - 01.01.1954, Side 141
Skírnir
Sullaveikisrannsóknir
137
sögðu hafa þær fylgt þróun almennrar líffræðilegrar þekk-
ingar, sem hér eru engin tök á að rekja; koma þar sérstak-
lega til greina athuganir (1745, 1836, 1862), er leiddu til
efasemda um og síðast kollvörpunar trúar á sjálfskviknun lifs
(generatio aeqvivoca s. spontanea), og uppgötvun ættliðaskipta
(generatio alternans) lífvera, er ættliðir einnar og sömu teg-
undar tímgast reglubundið til skiptis kynjaðri og kynlausri
æxlun samfara gagngerðri myndbreytingu (metamorphosis)
tegundarinnar frá einum ættlið til annars (1842). En áður
en þessi þáttur sullaveikissögunnar hefst, eiga sullir (hj'da-
tides) í mönniun og búfénaði sér þá sögu, að þeir hafa fylgt
hvorum tveggja frá elztu tímum, misjafnlega tíð fyrirbrigði
á ýmsum tímaskeiðum og stöðum, verið ruglað saman við
fjarskyldustu sjúkdómsfyrirbrigði önnur og skýrðir á ýmsan
veg, eftir því sem bezt hefur þótt samrýmast ríkjandi lækna-
kreddum á mismunandi tímum, en aldrei nálægt réttu lagi.
1) Peter Simon Pallas (1741—1811), víðfrægur þýzkur
náttúrufræðingur í Rússlandi, varð fyrstur til að leiða likur
að því (1766), að sullur sá í hfur búfénaðar, er síðar hlaut
heitið echinococcus, væri bandormakyns, enda nefndi hann
samkvæmt því: taenia hydatides. En allt frá því í lok 17.
aldar höfðu fræðimenn haft veður af þessu um aðrar sulla-
tegundir (cysticerci) og þá einkum um netjusull (cysticercus
tenuicollis), sem svo algengur er í sauðfé og geitum og leynir
sulla sizt dýrseðli sínu.
2) Johann August Ephraim Goeze (1723—1799), þýzkur
merkisklerkur í Quedlinburg í Saxlandi, staðfesti til fulln-
ustu þessa tilgátu með því að láta sér takast að finna (1781)
bandormshausa (scolices) í sulli úr sollinni sauðarlifur. Fyrir
þessari athugun gerði hann opinberlega grein árið eftir, og
er uppgötvunin að jafnaði ársett það ár (1782). Goeze taldi
slíka sullorma (blöðruorma) óhikað til bandorma, er hann
gerði að einni ætt (taeniae), en greindi í tvo flokka: sulla-
bandorma (taeniae viscerales) og þarmabandorma (taeniae
intestinales); til hins fyrr nefnda flokks taldi hann sulli í
sauðarlifur eins og þann, er hann fann bandormshausana í,