Skírnir - 01.01.1954, Síða 142
138
Vilmundur Jónsson
Skírnir
og nefndi taenia visceralis socialis granulosa; er auðgreint á
nafninu, hvað hann hefur haft á milli handa. Séra Jóhann
þessi var þó enn snjallari og fengsælli en þetta, því að rétt
fyrir dauða sinn gafst honum tækifæri til að rannsaka sull
úr manni (ógreint úr hvaða líffæri) og tókst að finna í sull-
inum bandormshausa með krókum (klótönnum, er Guðmund-
ur Magnússon kallaði stundum svo); gizkaði hann á, að sull-
ormur þessi væri sömu tegundar „wie der vielleibige und
vielköpfige Blasenwurm im Hirnmarke drehender Schafe“.
Greinargerð Goeze um þessa merku uppgötvim var birt að
honum látnum (1800), en uppgötvunin ýmist gleymdist eða
niðurstaðan var tortryggð og vefengd, svo að þessa staðreynd
þurfti að uppgötva á ný, áður en hún næði viðurkenningu.
3) Karl Asmund Rudolphi (1771—1832), þýzkur læknir og
prófessor í líffærafræði í Berlín, lýsti þessum sullabandormi
ýtarlega (1801) og nefndi hann þá heiti því, er við hann
hefur festst: echinococcus (eiginlega: broddkúla eða ígulkúla,
víst af hinu hrjúfa innra borði hans), en hér verður hann
nefndur ígulsullur1) (echinococcus polymorphus, eins og
1) 1 full 90 ár hefur margt verið skrifað um sullaveiki á islenzku,
m. a. ófá alþýðleg fræðirit til leiðbeiningar almenningi um réttan skiln-
ing é veikinni, í því skyni að honum lærðist að forðast hana. En eftir
öll Jiessi skrif er íslenzk tunga enn svo illa þjálfuð við þetta viðfangsefni,
að engin leið er að gera á mæltu máli skilmerkilega grein fyrir sulla-
veiki, eðli hennar og orsökum. Tegundir sulla og samsvarandi bandorma
eru mýmargar, þar á meðal þrjár algengar sullategundir í íslenzkum
búfénaði (sauðfénaði og nautpeningi) og samsvarandi þrjár ólikar tegund-
ir bandorma í íslenzkum hundum; aðeins ein þessara þriggja sullateg-
unda er hin sama sem veldur sullaveiki í mönnum. Þrátt fyrir þetta
hefur ekki verið haft fyrir þvi að gefa þessari einstæðu sullategund sér-
stakt heiti á íslenzku, né heldur bandormi þeim, sem til hennar svarar,
nema telja eigi heitin „sullabandormur" (7,- 29, 30) og „sullaveikisband-
ormur“. 1 belg og biðu er rætt um sulli í mönnum og sulli í búfénaði
og bandorma í hundum, án nokkurrar aðgreiningar tegundanna. Eflaust
er það einkum þessu að kenna, að eftir rúmlega 90 ára alþýðufræðslu
um þetta efni er leitun á manni, hvort heldur er í stétt leikra eða lærðra
(utan lækna og dýrafræðinga), sem kann á því viðhlítandi grein. Jafnvel
orðið „sullur" á sér engan veginn hnitmiðaða merkingu í islenzkri tungu,
þegar rætt er um sullaveiki, að ekki sé talað um „sullhús".