Skírnir - 01.01.1954, Qupperneq 143
Skírnir
Sullaveikisrannsóknir
139
bandorxnafræðingar nefna nú sull þenna (26: 630)). Fyrst
í stað taldi Rudolphi höfuðsóttarsull í búfénaði sömu tegundar,
en greindi hann síðar (1810) frá sem sérstaka tegund (coen-
urus cerebralis, nú: multiceps multiceps (26:602)). Hins
vegar greindi hann þrjár tegundir ígulsulla: echinococcus
hominis, e. simiae og e. veterinorum, en af fullkomnu handa-
hófi og bar ekki við að skýra mismun þeirra, enda taldi þær
ekki hafa verið nægilega athugaðar, til þess að það væri unnt.
Bandormshausa í ígulsullum lét Rudolphi að mestu leyti fara
fram hjá sér og mun hafa talið þá fremur til undantekninga.
Igulsulli með bandormshausum áleit hann að sjálfsögðu lif-
andi dýr, en hausvana ígulsulli, er hann hugði svo, ekki
gædda sjálfstæðu lífi.
4) René Théophile Hyacinthe Laennec (1781—1826),
hinn frægi franski lyflæknir og líflæknir Napóleons mikla,
vakti athygli á því (1804), að engan veginn væri fágætt að
rekast á blöðrur i líffærum manna, svipaðar hinum „haus-
vana ígulsullum“, er Rudolphi hafði lýst. En fyrir því taldi
Laennec blöðrur þessar svo tíðar, að hann flokkaði hér undir
hinar fjarskyldustu belg- og blöðrumyndanir í likamanum,
jafnvel blöðruegg (mola hydatidosa) og þelbelgi (hygroma)
með þelgrjónum (corpora oryzoidea), gerði úr dýr, algerlega
sérstakrar tegundar, og nefndi acephalocystis. Komust þessi
fræði í kennslubækur lækna, urðu lifseig og ollu miklum
misskilningi. Á reiki mun þó hafa verið, hvort telja ætti
þessar „hausvana blöðrur“ til dýra, en væri svo talið, mun
að þeirrar tíðar hætti hafa verið álitið, að dýr þessi kviknuðu
þá af sjálfum sér í líkamsvef. 1 lágina mun hafa lagzt, að
Laennec neitaði því engan veginn, að hitzt gætu í mönnum
sullir með ormahausum.
5) Johann Gottfried Bremser (1767—1827), þýzkur lækn-
ir og náttúrugripasafnsvörður í Vínarborg, reif niður kenningu
Rudolphi um lifandi og dauða ígulsulli. Hann sýndi einnig
fram á, hve líkir þessir sullir væru í mönnum og búfénaði,
en lengi duldist honum, að í ígulsullum manna væru sams
konar bandormshausar og í sullum búfénaðar. Var honum