Skírnir - 01.01.1954, Side 144
140
Vilmundur Jónsson
Skírnir
þó kunnugt mn athugun Goeze, en hugði, að honum hefði
skjátlazt. Loks auðnaðist Bremser þó að staðfesta uppgötvun
Goeze (1820); síðan hafa bandormshausar í mannasullum
verið viðurkennd staðreynd og ekki undantekning, heldur
regla.
6) Carl Theodor Ernst v. Siebold (1804—1885), þýzkur
læknir og dýrafræðingur, prófessor í Miinchen, mataði hunda
á ígulsullum úr búfénaði og sýkti þá á þann hátt af sérkenni-
legum, smávöxnum þarmabandormi (1852), er hann lýsti
nákvæmlega og nefndi: taenia echinococcus, en hér verður
hann nefndur ígulbandormur1) (echinococcus granulosus,
eins og bandormafræðingar nefna nú tegundina (26: 628)).
Það var ætlun v. Siebolds, að sullaveiki í mönnum og sam-
svarandi sullaveiki í búfénaði (sauðfénaði, nautpeningi, geit-
um og svínum) væri einnar og sömu tegundar, þ. e. ígul-
sullaveiki (echinococcosis) og stafaði hvor tveggja frá eggj-
um ígulbandormsins.
7) Gottlob Friedrich Heinrich Kuchenmeister (1821—
1890), þýzkur starfandi læknir (kvensjúkdómalæknir), fyrst
í Zittau í Saxlandi, en síðan í Dresden, gerðist mikill band-
ormafræðingur. Áður en v. Siebold ræktaði ígulbandorminn,
sem fyrr segir, hafði Kiichenmeister (1852) matað hunda á
kanínusulli (cysticercus pisiformis) og sýkt þá þannig af
samsvarandi bandormi (taenia serrata, nú: t. pisiformis (26:
595)). v. Siebold endurtók tilraunina, staðfesti hana og bætti
hinni við. Þá tók Kuchenmeister sig til, sneri kvæði í kross
og ræktaði í viðeigandi dýrum sulli með því að mata þau á
eggjum hverrar bandormstegundarinnar eftir aðra. Einnig
mataði hann (þegar 1852) dauðadæmdan morðingja (ekki
sjálfan sig, eins og sums staðar er talið) á svínasulli (cysti-
cercus cellulosae) og fann í þörmum liksins eftir aftökuna
samsvarandi bandorm (taenia solium) (33:45). Kuchen-
meister taldi mannasulli yfirleitt annarrar tegundar en ígul-
sulli í búfénaði og miðaði þar af mikilli smásmygli við mis-
1) Sjá neðanmálsgrein hér á undan.