Skírnir - 01.01.1954, Page 145
Skírnir
Sullaveikisrannsóknir
141
munandi stærð og gerð og jafnvel fjölda krókanna á band-
ormshausunum; auk þess áttu sullungar aðeins að myndast
í annarri tegundinni. Samkvæmt þessu nefndi Kúchenmeister
aðra tegundina bandormshausa(ígul)sull (echinococcus scoli-
cipariens) og taldi hann svara til ígulsulls í dýrum (echino-
coccus veterinorum); ætti hann aðallega heima í búfénaði
(grasætum), en kæmi þó aðeins fyrir i mönnum. Hina
tegundina nefndi hann móður- eða fóstru(ígul)sull (echino-
coccus altricipariens); það voru sullungamæður meðal ígul-
sulla, er hann gerði að sérstakri tegund; sú tegund átti
að svara til mannasulls (echinococcus hominis), en var þó
ekki eingöngu bundin við menn, heldur einnig talin koma
fyrir í búfénaði (stórgripum); samsvarandi bandorm taldi
Kuchenmeister enn ókunnan, en gat þess til, að hann mundi
lifa í hundum og köttum og jafnvel einnig í mönnum (18:
11—12; 28: 17—18). Þessi kenning um tvískiptingu ígulsulla
og samsvarandi bandorma ruglaði menn nokkuð í ríminu um
skeið. Kúchenmeister mun hafa tekizt að reka smiðshögg á
þá þekkingu, að sullstig bandorma er ekkert gönuhlaup á lífs-
ferli þeirra, né heldur sjúklegt ástand stöku einstaklinga, sem
gizkað hafði verið á (v. Siebold) (4: 51—52), heldur lög-
málsbundið þróunarskeið (lirfustig) sérhvers einstaklings, er
eitt fær tryggt viðgang kynstofnsins.
8) Rudolf Leuckart (1822—1898), þýzkur dýrafræðingur,
prófessor í Leipzig, var hinn þriðji Þjóðverji, ásamt og nokk-
urn veginn samtímis þeim v. Siebold og Kúchenmeister, er
uppgötvaði sambandið á milli ígulbandorms og sulls. Fyrst
í stað hallaðist hann að kenningu Kúchenmeisters um mis-
munandi tegund ígulsulla í búfénaði og mönnum, en sýndi
síðar (1862) fram á, að um misskilning var að ræða, er
stafaði af því, að þess hefði ekki verið gætt, að þroskamunur
væri á stærð og gerð króka á bandormshausum í ígulsullum
og á haus sjálfs ígulbandormsins; því hlýddi ekki að bera
saman króka af bandormshausum úr mannasulli og króka
af haus ígulbandormsins og draga ályktanir af; á krók-
um á bandormshausum úr mannasullum og ígulsullum bú-