Skírnir - 01.01.1954, Side 146
142
Vilmundur Jónsson
Skírnir
fénaðar væri enginn munur, enda væri tegundin ein (18: 12).
Var þessu yfirleitt tekið sem úrslitadómi.
9) Peter Anton Schleisner (1818—1900), danskur embætt-
islæknir, ferðaðist um Island á vegum Danastjórnar á ár-
unum 1847—1848. Skyldi hann sérstaklega rannsaka hinn
illræmda ginklofa í Vestmannaeyjum, en einnig kynna sér
heilsufar og heilbrigðismál Islendinga yfirleitt (21: 252). Hér
á landi heyrði hann mikið talað um meinlæti, öðru nafni
lifrarveiki eða lifrarbólgu. Af eigin athugun og samtali við
íslenzka lækna komst Schleisner að þeirri niðurstöðu, að hér
væri um að ræða „den Laennecske Lever-Acephalocyst“.
Jafnframt gerði hann sér ljóst, að ekki væri til að dreifa eigin-
legum lifrarsjúkdómi, heldur „universel . . . Entozoedannelse“
(29: 12). Schleisner flutti með sér til Danmerkur sýnishorn
sulla úr ungum Skaftfellingi, er hann hafði krufið (29: 4—
7). Með þeim sýnishornum slæddust sýnishorn netjusulla
úr sauðkind og átti fyrir sér að valda nokkrum glundroða,
en annars hafði Schleisner áttað sig réttilega á, að þeir sullir
voru annarrar tegundar en sullir í mönnum (30: 142).
10) Daniel Frederik Eschricht (1798—1863), danskur
læknir og prófessor í lífeðlisfræði við háskólann í Kaupmanna-
höfn, tók sér fyrir hendur að rannsaka sulli þá, er ollu „lifrar-
veiki“ Islendinga. 1 því skyni tók hann til rannsóknar (1853)
sýnishorn sulla úr Islendingi, er voru í fórum meina- og líf-
færasafns háskólans, svo og sulli úr Islendingi (Gudmund, J.,
Kandestöbersvend, 39 Aar gammel), er lézt á Almenna
spítalanum í Kaupmannahöfn 23. apríl 1853, eftir 19 ára
dvöl þar í borginni (5:20). Sullina úr Islendingunum bar
hann saman við sulli úr dönskum manni, er lézt um likt
leyti, einnig á Almenna spítalanum. 1 sullunum úr nýlátna
íslendingnum, sem augsýnilega hafði mjög lengi gengið með
veikina, fann Eschricht króka af bandormshausum. Allir sull-
irnir báru merki þess, að um ígulsulli væri að ræða, og eng-
inn munur reyndist á sullum Danans og Islendingsins (4: 15
—30). En þegar að því kom, að athuga skyldi fyrr umrætt
sýnishorn Schleisners úr Skaftfellingnum, brá Eschricht held-