Skírnir - 01.01.1954, Qupperneq 147
Skírnir
Sullaveikisrannsóknir
143
ur en ekki í brún, því að þar var um ótvíræðan netjusull
að ræða. Varðist hann ekki grunsemda um, að misgrip hefðu
átt sér stað, enda fékkst það staðfest síðar (4: 30—32; 18: 42).
En í þessu sambandi rifjaðist upp aðgerðarskýrsla Jóns Thor-
stensens landlæknis frá árinu 1840, þar sem hann segir frá
því, er hann opnaði barnshöfuðstóran sull undir hægri síðu
fjögurra ára drengs: út vall fúll gröftur og í honum fljót-
andi aragrúi sullblaðra „fuldkommen saa store som Dueæg,
rundagtige med en Hale til den eene Side; ved at komme
flere af dem i lunket (sic) Vand havde de tydelig Bevægelse
især ved at trække sig sammen og udvide sig omtrent som
Stincus marinus (marglitta) i Söen, hvorved Halen altid'
tydelig bevægedes“ (4:31—32; 11). Með hæfilegum frá-
drætti fyrir ofskynjunum og ýkjum — sjúkdómslýsingin var
einnig að ýmsu öðru leyti ævintýraleg — mátti helzt ætla,
að þessi íhnöttóttu lagardýr, veifandi hala sínum, hefðu verið
netjusullir, og sú varð niðurstaða Eschrichts. Leiddi þetta til
þess, að um nokkurt skeið töldu fræðimenn netjusulli til
mannasulla. Kuchenmeister benti þó á (1855), að sá væri
ekki háttur netjusulla að hnappast margir saman syndandi í
vökvafylltu holrúmi {18: 43). ICrabbe tefldi því síðar fram,
að netjusullsbandormurinn (taenia marginata, nú: t. hyda-
tigena (26: 589)) væri tíðasti bandormur í hundum á Islandi
og margfalt tíðari en ígulbandormurinn; horfði því öfugt við,
ef netjusullir gætu á annað borð þróazt í mönnum, að þess
væri ekkert öruggt dæmi í landinu, svo algeng sem ígulsulla-
veiki manna væri, og taldi hann slíkt ekki hugsanlegt (18:
43). Reyndin hefur orðið í samræmi við þá niðurstöðu og
sú helzt skýring verið uppi á undri Jóns Thorstensens, að ráð-
ið hafi fullmikið hugarflug, sem honum þykir þó ekki hafa
verið eiginlegt, og hafa fyrir það vaknað grunsemdir um, að
upprennandi eftirmaður hans, Jón Hjaltalín, kunni að hafa
verið nærri staddur og lagt í púkkið úr sjóði síns óstýriláta
ímyndunarafls (6:23); en slíkt er að vísu getsakir einar í
garð þess mæta manns, sem þrátt fyrir ýmsa augljósa ann-
marka gáfna sinna og geðfars — nema einmitt hafi verið
annmarkanna vegna — auðnaðist, ef til vill öllum íslenzkum