Skírnir - 01.01.1954, Qupperneq 148
144
Vilmundur Jónsson
Skírnir
læknum fremur, að marka heillarík spor í þróunarsögu ís-
lenzkra heilbrigðismála. Hvarflað hefur að mönnum, að lýs-
ing Jóns Thorstensens kynni að eiga við höfuðsóttarsull, sem
á það til að geta villzt í menn. Var til skamms tíma (1936)
kunnugt um aðeins eitt tilfelli venjulegs höfuðsóttarsulls í
manni, og sat sullurinn í heila hans (2: 738—741; 26: 607),
svo og tvö tilfelli „höfuðsóttarsulls“ annarrar tegundar (multi-
ceps serialis) af völdum samsvarandi tegundar bandorms
(taenia serialis), og sátu þeir sullir útvortis í vöðvum eða
netjuvef milli vöðva, eins og þeirra er háttur, þar sem þeir
eiga sér kjörvist (í hérum og kanínum) (2: 739, 743—744;
26:616; 33:414). Sullur Jóns Thorstensens hefði þá átt að
heyra til þeirri tegund, þar sem í henni myndast sullungar,
en í hinni ekki; hins vegar kemur lýsingin þó ekki heim, því
að sullir þessarar tegundar munu að jafnaði ekki verða stærri
en hænuegg og sullungar samsvarandi smáir, og þó að sull-
móðir sé stundum totótt, munu sullungar hennar alls ekki
vera það; loks eru þetta vöðvasullir, en sullur Jóns Thor-
stensens auðsjáanlega lifrar- eða holsullur. Má því spara sér
að undrast, hve afbrigðileg tilviljun það hefði verið, ef Jón
Thorstensen hefði rekizt á slíkt fágæti, sem sullur þessi er í
mönnum, til að lýsa svo eftirminnilega fyrir heiminum, er
þess er gætt, hve íslenzkum læknum láðist lengi sér til vansa
að átta sig á og gera skilmerkilega grein fyrir hinni almennu
sullaveiki, sem þeir hefðu átt að hafa allra lækna bezta að-
stöðu til að geta gert {8: 4), þó að margt megi finna þeim
til afbötunar {12: 2—3).
Um og upp úr miðjum sjötta áratug 19. aldar var þá í
stuttu máli þetta orðið kunnugt um eðli sullaveiki og orsakir
hennar: Hinir sérkennilegu sullir, er hér hafa hlotið heitið
ígulsullir og kunnastir voru úr sollnum líffærum, einkum
lifur, búfénaðar (sláturdýra), eru sjálfstæðar lifandi verur,
sem ekki kvikna af sjálfum sér, heldur vaxa úr eggjum smá-
vaxins bandorms, hins svonefnda ígulbandorms, er lifir í
þörmum hundsins; egg ormsins berast með fóðrinu inn i
líkama dýranna og valda sýkingunni; hundar syrkjast af