Skírnir - 01.01.1954, Qupperneq 149
Skírnir
Sullaveikisrannsóknir
145
ígulbandorminum, er þeir eta sollin líffæri búfénaðarins, með
því að frá bandormshausum ígulsullanna vaxa nýir ígulband-
ormar í þörmum hundanna. Árið 1862 er sýnt fram á og
síðan viðurkennt, að á sullum úr sullaveikum mönnum og
ígulsullum búfénaðar er enginn munur, enda hvort tveggja
ein og sama tegund: ígulsullir. Eftir það er engin ástæða til
að ætla, að menn sýkist af sullaveiki á annan hátt en bú-
fénaður. Lifrarveikin íslenzka er ekki aðeins tvímælalaus
sullaveiki, heldur ótvíræð ígulsullaveiki og enginn munur á
ígulsullum úr sullaveikum Islendingum og sullaveikum út-
lendingum. Sjúkdómsorsökin hlýtur því að vera hin sama og
sýkingarhættirnir sömuleiðis. Hið eina, sem afbrigðilegt er
um sullaveiki á Islandi, þ. e. hve tíð hún er þar, kemur í
alla staði heim við kunna lands- og lifnaðarhætti.
Eins og gengur og gerist um náttúrufræðilegar niðurstöður,
voru þessar niðurstöður um eðli og orsakir sullaveiki, með
sérstöku tilliti til sullaveiki Islendinga, fengnar við athugun
fyrirbrigða, studdar beinum tilraunum um nokkur grundvall-
aratriði, en síðan ályktað rökvíslega í eyðurnar í trausti til
hinnar reglubundnu skipunar og samræmis náttúrunnar,
einnig að því er lýtur að gerð, eðli og háttum lífveranna.
Verður ekki betur séð en umræddar niðurstöður hafi, þegar
hér var komið, verið æskilega vísindalega grundvallaðar og
óvefengjanlegar. Hins vegar er ævinlega forvitnilegt, einnig
eftir að visindaleg gáta hefur verið ráðin á framansagðan
hátt, að halda athuguniun og tilraunum áfram, endurtaka
þegar gerðar játar tilraunir til frekara öryggis og bæta nýjum
við, unz skynjanlegar óyggjandi staðreyndir eru sem víðast
og helzt alls staðar komnar í ályktana stað, því að aldrei
verður neitt ofvíst, enda er slíkt að jafnaði ekki sparað. Þegar
þeir Kúchenmeister og v. Siebold höfðu ræktað í hundum
hvor sína bandormstegund, hvora úr sinni sulltegund, var ef
til vill fidlmikið bráðræði, ekki lengra en þessum rannsókn-
um var þá komið, að álykta, að frá þeim bandormstegundum,
hvorri um sig, yxi í tilheyrandi dýri sú sulltegund, sem hvor
bandormstegundin um sig var vaxin frá. Var því ekki ófyrir-
synju, að Kúchenmeister tók sér fyrir hendur að leita eftir
10