Skírnir - 01.01.1954, Side 150
146
Vilmundur Jónsson
Skímir
því með tilraunum. En þegar svo hafði reynzt um þessar
tvær bandormstegundir, var það fremur skemmtilegt en bein-
línis vísindaleg nauðsyn að staðfesta þannig á tvo vegu, bæði
áfram og aftur á bak, samband hverrar einnar bandormsteg-
undar, sem þá var kunn, við sinn sull eða sullsígildi (band-
ormslirfu), þó að Kiichenmeister setti ekki fyrir sig að gera
það. Og vísast hefði hann talið fullgilda þá sönnun fyrir
kenningu sinni um sérstaka og áður óþekkta bandormstegund
svarandi til ígulsulls í mönnum, ef tekizt hefði að rækta hana
úr slíkum sulli, þó að látið hefði verið hjá líða að snúa til-
rauninni við og rækta ígulsull í manni frá þeim bandormi.
Á meðan tvímæli léku á því, að ígulsullir í mönnum og bú-
fénaði væru algerlega sömu tegundar, var auðvitað mikils
vant, unz bandormur hafði verið ræktaður frá sulli i
manni, og ekki óeðlilegt, að eftir því væri keppt. En eftir
að sú bábilja hafði verið kveðin niður, gegndi öðru máli og
allt eins fyrir því, þó að slíkar tilraunir hefðu verið gerðar
án þess að lánast nokkru sinni. Þurftu neitar tilraunir enga
undrun að vekja, því að margt gat valdið: Ösjaldan mistókst
að sýkja hunda með ígulsullum úr búfénaði; erfiðleikum var
bundið að ná ferskum og örugglega óspilltum mannasullum
til tilraunanna, enda iðulega bjargazt við sullaslitur úr gröfn-
um sullbelgjum; óskaddaðir, en þó ófrjóir sullir (geldsullir)
komu fyrir; þar að auk voru mannasullir að jafnaði margfalt
eldri í líkömum manna, þegar til sullanna náðist, en bú-
fénaðarsullir í líkömum dýra, og hver kunni að vita, hvaða
áhrif aldurinn kynni að hafa á frjósemina? Skildist mönnum
allt þetta að meira eða minna leyti (18).
Þegar hér á undan og síðar í grein þessari er skilyrðislaust
miðað við eina tegund ígulsulla, hvort heldur er í mönnum
eða búfénaði, er horft fram hjá því, sem nú er kunnugt um
tvö undarleg og ekki fullskýrð afbrigði slíkra sulla (echino-
coccus alveolaris og e. multilocularis (2: 771—778; 24: 63—
74; 25: 398; 26: 641—642, 648—650; 33: 396, 399—400)),
með því að sú vitneskja snertir hvorki gang þeirrar sögu, sem
hér er sögð, né túlkun hennar.
Af framansögðu má vera Ijóst, að þá er þeim þekkingar-