Skírnir - 01.01.1954, Qupperneq 152
148
Vilmundur Jónsson
Skírnir
hafi átt kost á, eða gert sér far um •— og láist það mörgum
læknum enn í dag — að kynna sér bandorma að nokkru
ráði, sízt ígulbandorminn, sem var svo mikil nýjung, að ólík-
legustu menn létu hana fara fram hjá sér eða virtu að vettugi
sem fjarstæðu. Prófessor Eschricht var kennari Jóns Finsens,
og er ekki að efa, að lærisveininum hafa verið kunnar sulla-
veikisrannsóknir kennara síns, er svo sérstaklega voru helg-
aðar Islandi, en til hans var ekki mikinn fróðleik að sækja
um ígulbandorminn. Þegar Eschricht fæst við sullaveikisrann-
sóknir sínar og ritar um þær (1854), er honum það eitt full-
ljóst, að sullaveiki veldur bandormur, en hins vegar ekki, að
til þess sé ein bandormstegund annarri líklegri. ITonum er
þó lauslega kunn uppgötvun sú, er v. Siebold taldi sig hafa
gert, en Eschricht er svo seinheppinn að kveða upp dóm um
hana, að lítt athuguðu máli, sem hverja aðra markleysu (4:
55—56). Eftir nánari athugun, sem ummæli hans um upp-
götvunina hafa sennilega gefið tilefni tiþverður hann að beygja
sig fyrir staðreyndunum og játa það í viðbótargreinargerð,
síðar á sama ári (3:445—448), en þó ef til vill ekki fylli-
lega heils hugar (27: 235). Einnig að öðru leyti flækti Esch-
richt málið með staðlausum bollaleggingum (3: 48—49. 7:
27), og verður því að lesa greinar hans um þetta efni með
aðgæzlu, eða að minnsta kosti til enda, ef ávinningur á að
verða að. En hvernig svo sem Jón Finsen kann að hafa hagað
lestri ritgerða Eschrichts um sullaveikisrannsóknir hans, sem
tæplega er hægt að gera ráð fyrir, að hann hafi látið fara
fram hjá sér, og hverrar annarrar fræðslu, sem hann kann
að hafa leitað sér um bandorma, átti ónógur fróðleikur Jóns
Finsens um það efni eftir að ásannast og koma honum baga-
lega í koll.
Eftir rúmlega hálfs árs þjónustu embættis síns ritar Jón
Finsen fyrstu ársskýrslu sína, þ. e. fyrir síðara misseri ársins
1856, og dregur ekki dulur á reynsluleysi sitt, er að því kom,
að hann þurfti að fara að fást við sullaveika sjúklinga, og
greinilega er hann algert barn liðinnar tíðar um afstöðu sína
til læknisaðgerða við sullaveiki. Hann trúir enn svo staðfast-
lega á gildi smyrsla og inntökulyfja til að eyða sullfylli, að