Skírnir - 01.01.1954, Page 153
Sldrnir
Sullaveikisraimsóknir
149
hann sér fyrirferðina á öllum þorra sjúklinganna minnka
verulega við slíkt lækningakák. En engan veginn þarf þetta
að tákna það, að Jóni Finsen hafi verið óljós orsök sullaveiki
í höfuðdráttum og raunverulegt eðli hennar. Gamlar lækn-
ingakreddur — einnig lækna — víkja, sem kunnugt er, ekki
fyrir fyrstu skímu aukinnar þekkingar og hafa það jafnvel
til að standast býsna lengi fulla dagsbirtu. Það átti fyrir Jóni
Finsen að liggja að vitkast af reynslu og komast til fulls
skilnings á gildisleysi lyfja við sullaveiki (5:31—33), sem
annar Akureyrarlæknir (Guðmundur Hannesson, síðar pró-
fessor) einkenndi síðar svo hnyttilega, er hann synjaði þing-
eyskum bónda um áburð til að bera á síðuna við lifrarsulli
með þeim ummælum, að ekki sprytti gras í Vaðlaheiði austan-
verðri, þó að skítur væri borinn í hana að vestan. Áminnzt
ummæli Jóns Finsens um sullaveiki í fyrstu ársskýrslu hans1)
eru á þessa leið (iOa: 3):
Med Hensyn til Hydatiderne vil jeg forbeholde mig at udtale mig
nöjere i en senere Indberetning, naar jeg har indhentet en bedre
Erfaring om denne mig indtil min Ankomst hertil i praktisk Hcn
seende ubekjendte Sygdomsform. Kun det være mig tilladt at be-
mærke, at dens hyppigste Sæde synes at være Leveren, men at den
ogsaa forekommer i andre Organer, endogsaa paa Legemets Yder-
flade, hvorpaa jeg længere hen skal anföre et Exempel. Jeg har mod
Hydatider i Leveren navnlig anvendt Inunctioner med Ungvent.
resolvens afvexlende med Tra jodii samt indvendig Extr. graminis og
taraxaci i Pilleform, hvorefter jeg i Flertallet af Tilfældene har seet
Svulsten svinde betydehgt.
Þó að Jón Finsen væri ekki að öllu leyti vel að heiman
(eða öllu heldur heim) búinn til að hefja vísindalegar sulla-
og bandormarannsóknir, skorti hann ekki áhuga á málinu,
og fljótt hefur hann verið staðráðinn í að taka hér til hendi,
enda stóð ekki á því. 1 ársskýrslu hans um hið fyrsta heila ár,
sem hann gegndi embætti sínu, þ. e. 1857, segir svo um kynni
þau, er hann að því ári liðnu hafði haft af bandormum í
hundum og sullum í mönninn og búfénaði hér á landi, og
1) Guðmundur Magnússon segir í sullaveikissögu sinni (7: 33), að
þessa fyrstu ársskýrslu Jóns Finsens vanti í skýrslusafn hans í Þjóðskjala-
safni, en þar er skýrslan þó að minnsta kosti nú.