Skírnir - 01.01.1954, Qupperneq 157
Skírnir
Sullaveikisrannsóknir
153
er lykkedes mig samtidig at være Herre over friske Hydatider og
Hundehvalpe — thi med ældre Hunde kan det ikke nytte at an-
stille Forsöget, da man kan være sikker paa, at de allerede inden de
ere eet Aar gamle ere overfyldte med Bændelorme. Imidlertid har
jeg siden i Foraaret havt et Par Hundehvalpe indespænede, som
jeg har i Sinde at fodre med friske Hydatider, som jeg haaber snart
at kunde tilveiebringe.
Samkvæmt þessu fær það því ekki staðizt, sem ráða mætti
af ummælum Krabbe, er hann skýrir frá bandormasendingu
til sín frá Jóni Finsen árið 1862 (18:47), að það ár hafi
hann á ný farið með þessar tilraunir. Verður svo að vera,
að þar sé um að ræða bandorma þá, er Jón Finsen taldi sig
hafa ræktað frá mannasullum árið 1858. Er annað hvort, að
hann hefur dregið lengi að senda bandormana, eða á milli
mála fer um ártalið hjá Krabbe, og er það líklegra. Má ráða
það af því, að á öðrum stað víkur hann að samvinnu þeirra
Jóns Finsens að sullaveikisrannsóknum á Islandi árið 1863
og segir þá, að hann hafi „allerede for nogle Aar siden ud-
fört Forsöget (þ. e. að sýkja hund af bandormi með manna-
sulli) og tilsendt mig de Bændelorme, han havde fundet i
Hunden“ (17:9). Væri óheppilega að orði komizt, ef það
hefði verið árið fyrir, og jafnvel einnig, þó að hann hefði
hent að miða við árið, sem hann birti ritgerðina, þar sem
hann viðhefur þessi ummæli (1864).
Þegar Jón Finsen fæst við sullaveikisrannsóknir sínar, sem
hér að framan hafa verið raktar samkvæmt ársskýrslum hans,
standa sakir enn svo, að sumir hinna merkustu bandorma-
og sullafræðinga að minnsta kosti töldu jafnvel líklegra en
hitt, að sullaveiki í mönnum ylli enn óþekktur bandormur
eða bandormsafbrigði. Var því full ástæða til að fá úr því
skorið með tilraunum, og víst má taka undir það með Guð-
mundi Magnússyni, að ánægjulegt hefði verið og íslandi sómi,
ef Islendingi, einrnn og óstuddum, hefði auðnazt að leysa þá
þraut (17: 34), því heldur sem hvergi, þar sem við slíkar
tilraunir var fengizt, voru til líka eins erfið skilyrði til þeirra
og einmitt hér á landi. Því olli það, hve sullir, einnig ígul-
sullir, voru hér tíðir í búpeningi og íslenzkir hundar því