Skírnir - 01.01.1954, Qupperneq 159
Skírnir
Sullaveikisrannsóknir
155
Þessi úrslit tilrauna Jóns Finsens staðfesta til fullnustu þá
vanþekkingu hans á bandormum, sem ástæða þótti til að væna
hann um eftir athugun greinargerða hans um tilraunirnar.
Því er í raun og veru svo farið, að „Hundens BændeIorm“
er fyrir honum ein tegund, og um hana gerir hann sér vafa-
laust heildarhugmynd eftir hinum stórvöxnu bandormum
hundsins og þá fyrst og fremst netjusullsbandorminum, sem
er mestur og um leið tíðastur allra þeirra bandorma, sem
hundurinn fóstrar; má ætla, að hann hafi þá verið í 75%
íslenzkra hunda (18: 21), allt að 1,5 og jafnvel upp í 5 m
langur dólpungur, 5 mm breiður og í mörghundruð liðum
(26: 589—590). Þó vill svo til, að það er annar tiltölulega
stórvaxinn bandormur, sem Jón Finsen telur sig hafa ræktað
frá mannasulli, fyrr nefndur alkunnur og einna næst tíðasti
bandormur hundsins: dipylidium caninum, 20—70 sm langur
og 2—3 mm breiður (26: 461—462) og þá, að því er ætla
má, í 57% íslenzkra hunda (18: 21). Ekki hikar Jón Finsen
við að taka hispurslaust gildan sem orsök sullaveiki þenna
alkunna bandorm, sem enginn hafði talið ástæðu til að tor-
tryggja í því efni, jafnvel þótt menn þekktu enn enga band-
ormslirfu, sem til hans svaraði. Þessu hefur valdið það, að
mönnum hefur þótt líkamsbygging hans alls ólík þvi, að um
orm, er svaraði til sulls, gæti verið að ræða (17: 9), svo og
ekki síður hitt, hve tiður þessi bandormur var í löndum og
landshlutum, þar sem sullaveiki var þó svo til óþekkt. Næsta
ólíkur hinum stórvöxnu bandormum hundsins, og þar á meðal
þeim tveimur, sem nú hefur verið lýst, er ígulbandormur-
inn, sjálfur „sullaveikisbandormurinn“, þ. e. hin viðurkennda
orsök ígulsullaveiki búfénaðar, sem svo mjög svipaði til sulla-
veiki manna, að livor tveggja hét hinu sama fræðilega heiti,
sem svaraði til bandormsheitisins. Bandormnr þessi er mjög
smávaxinn, 3—6 mm langur, þ. e. ekki lengri en hinir stór-
vöxnu bandormar eru breiðir, þráðmjór, í 3—4 liðum og
sumir liðirnir afstyrmi (26: 628). Gagnvart þessum bandormi
er Jón Finsen svo grandalaus, að liður úr honum slæðist með
bandormasýnishornum hans til Krabbe — hvaðan sem sá
liður hefur verið kominn — án þess að sendandinn hafi hug-