Skírnir - 01.01.1954, Page 160
156
Vilmundur Jónsson
Skírnir
mynd um það. öðru vísi gat það ekki verið, því að Jón Fin-
sen þekkti ekki þenna bandorm, og svo langur vegur hefur
verið frá því, að hann hefur vafalítið ekki órað fyrir, að til
væru í hundum svo smávaxnir bandormar, aðrir en „mindre
udviklede Bændelorme“, að rýna þyrfti eftir þeim. Ef frekari
vitna þætti þurfa við um, að Jón Finsen hafi ekki þekkt til
ígulbandormsins, er hann fór einn með þessar tilraunir sínar,
vill svo til, að Krabbe hefur látið eftir sig beinan vitnisburð
um það í sambandi við frásögn sina af ígulbandormsliðnum,
er hann fann í sýnishornaglasinu; undrast hann ekki, að
„denne lille Bændelorm . . . er bleven overseet af Finsen,
som dengang ikke kjendte den“ {19: 9), og hið sama ítrekar
hann í sambandi við mat sitt á gildi þessarar tilraunar Jóns
Finsens (/<?.■ 47—48). Guðmundur Magnússon hefur veitt
þessum vitnisburði Krabbe eftirtekt og vefengir hann ekki
(7:34).
Annað athugunarvert atriði í sambandi við þessar til-
raunir Jóns Finsens eru ráðstafanir þær, sem hann gerir til
tryggingar gegn því, að tilraunahvolpamir nái til að sýkjast
af bandormum utan hjá mannasullunum, ef til kæmi, en
þær ráðstafanir, ef ráðstafanir skyldi kalla, eru bersýnilega
algerlega ófullnægjandi, eins og til hagaði hér á landi. Yerður
vikið nánara að því atriði hér á eftir, þegar rætt verður um
hinar sameiginlegu sullaveikisrannsóknir þeirra Jóns Finsens
og Krabbe.
Að öllu athuguðu verður ekki komizt hjá að kveða upp
þann harða dóm yfir sullaveikistilraunum Jóns Finsens, sem
nú hafa verið raktar og skýrðar svo rækilega, að þær hafi
verið með öllu ómerkar, enda báru engan árangur, né gátu
borið, eins og til þeirra var stofnað og að þeim staðið.
IV.
Harald Krabbe (1831—1917), sem svo oft hefur verið
nefndur hér að framan, var danskur læknir og aukakennari,
síðar prófessor við (Dýralækna- og) Landbúnaðarháskólann
í Kaupmannahöfn í líffæra- og lífeðlisfræði, en tengdur
Islandi á þann hátt, að hann varð (1871) tengdasonur Jóns