Skírnir - 01.01.1954, Side 163
Skirnir
Sullaveikisrannsóknir
159
rannsaka og greina tegundir innyflaorma og tíðni hverrar
tegundar í hundum (og köttum) annars vegar í Danmörku
(Kaupmannahöfn), þar sem sullaveiki gat naumast heitið
koma fyrir, og hins vegar í sullaveikislandinu Islandi og bera
síðan saman niðurstöðurnar. Kom þá í ljós, að þeir bandorm-
ar hundsins, sem máli skipta, þegar um er að ræða sulli í
búfénaði og mönnum (netjusullsbandormur, höfuðsóttarband-
ormur og ígulbandormur) reyndust nærri átta (7,86) sinn-
um tíðari í hundum á Islandi (100 hundar krufnir víðs vegar
í átta sýslum, sunnan-, suðvestan- og norðanlands) en í Dan-
mörku (500 hundar krufnir). Hundraðs- og hlutfallstölur
hinna einstöku tegunda handorma reyndust þessar: Netjusulls-
bandormur: í 14% hunda í Danmörku, í 75% hunda á Is-
landi, hlutfallstala 1:5; höfuðsóttarbandormur: 1%, 18%; 1:
18; ígulbandormur: 0,4%, 28%; 1:70 (18: 4,21). Miðað við
mannfjölda voru hundar á þessum tíma ekki ósennilega hlut-
fallslega 10 sinnum fleiri á Islandi en í Danmörku og bú-
fénaður, sem ígulsullaveiki gat tekið, 2,6 (sauðfénaður 4,5)
sinnum fleiri (1861) (18: 54—56,57). Þegar nú við þetta
bættist, að svo til allir hundar á Islandi voru fjárhundar, en
hundar í Danmörku ekki nema að litlu leyti, var ekki að
undra, þó að ígulbandormar í hundum væru 70 sinnum tíðari
á íslandi en í Danmörku og sullaveiki í mönnum að minnsta
kosti að sama skapi almennari hér en þar. Ekki er unnt að
segja, að með þessu hafi verið leidd í ljós óvænt sannindi,
heldur aðeins rækilega staðfest það, sem áður var vitað, að
hlyti að eiga sér stað, og með því vísindalega mörkuð leið
virkrar baráttu gegn sullaveiki. Þetta er skerfur Krabbe til
sullaveikisbaráttu Islendinga. Ekki leiddu rannsóknir hans til
þess, að hann styngi upp á miklum nýjungum um tilhögun
sullaveikisvarna, hvorki í tillögum sínum til stjórnarvalda
(75:60—61) né í leiðbeiningarbæklingi þeim, er hann að
þeirra tilhlutun ritaði handa landsmönnum (15), að rann-
sóknarför sinni lokinni. Þar hafði hinn fyrmefndi brezki
læknir, Leared, tekið allt fram, er máli skiptir og leiðsögu-
menn í þessum efnum hafa allt til þessa dags ástundað að
innræta almenningi; hann á jafnvel uppástunguna að hunda-