Skírnir - 01.01.1954, Side 164
160
Vilmundur Jónsson
Skirnir
hreinsunarlyfi því, sem lengst af hefur verið notað (Kamala);
en ofmælt mun vera, þar sem segir í brezkum heimildum,
að hann hafi verið svo vel að sér í tungu landsmanna, að
hann hafi sjálfur ritað sullaveikisleiðbeiningarnar (heila bók!)
á þeirra máli (32: 767). Krabbe er þó upphafsmaður hunda-
skattsins að dæmi Færeyinga (J4c; 15: 15; 18: 60). Að sjálf-
sögðu varð rannsóknarför Krabbe upphaf opinberra afskipta
af sullaveikismálum, sem síðan hefur ekki orðið lát á. Annað
mál er það, hve rikur sá þáttur er, sem fræðsla almennings
um eðli og orsakir sullaveiki og önnur opinber afskipti af
sullaveikismálum hafa átt í útrýmingu hennar úr landinu,
og mun það títt ofmetið. Heilum þjóðum lætur illa að til-
einka sér fræðikenningar og enn verr að breyta lifnaðarhátt-
um sinum samkvæmt þeim einum saman, jafnvel þótt mikið
sé í húfi. Eftir að Islendingar höfðu í fulla tvo áratugi verið
kappsamlega fræddir um, hvers gæta bæri tií að forðast sýk-
ingu af sullaveiki, er þá enn svo ástatt í sullaveikismálum
þeirra, að Jónas Jónassen landlæknir, hinn dómbærasti maður
um það efni, telur, að fræðslan hafi engan árangur borið
(73a: 3), og sjö árum síðar telur hann allt sitja við hið sama
(13b:2). Þó að opinberar ráðstafanir til að hefta útbreiðslu
sullaveiki séu engan veginn vanmetnar, má telja vafalaust,
að veikin hefur fyrst og fremst vikið fyrir breytingu á atvinnu-
háttum og verkaskiptingu landsmanna yfirleitt og búnaðar-
háttum bænda sérstaklega, ásamt bættri afkomu samfara auk-
inni menningu, ekki sízt þrifnaðarmenningu, alls almennings;
en þetta er önnur saga.
V.
Þó að Krabbe skildist mætavel hið raunhæfa markmið
sullaveikisrannsókna sinna og hagaði þeim svikalaust sam-
kvæmt því, hafði hann vissulega hug á að neyta jafnframt
tækifæris í íslandsferðinni og freista að láta sér takast það,
sem öðrum og einnig honum sjálfum hafði fram að þessu
mistekizt: að rækta bandorm frá mannasulli. Og þegar hann
skýrir frá þeirri fyrirætlun sinni, er honum svo mikið niðri
fyrir, að ekki er laust við, að honum miklist svo „Sagens