Skírnir - 01.01.1954, Page 166
162
Vilmundur Jónsson
Skirnir
verið undarlega ósýnt um, að minnsta kosti þegar hér var
komið, hvað sem síðar hefur orðið, að skipuleggja náttúru-
fræðilegar tilraunir og búa þar haganlega í hendur sér —
jafnvel einnig að meta niðurstöður slíkra tilrauna. Tilraunir
hans til að rækta bandorma frá mannasullum tala hér skýru
máli. Kunnugt er af heimildum frá Krabbe sjálfum, að hann
hefur ýmist einn eða með Jóni Finsen staðið sex sinnum að
slíkum tilraunum, og er þá meðtalin sú hlutdeild hans í áður
umgetinni tilraun Jóns Finsens að greina bandorma þá, sem
hann taldi sig hafa ræktað. Fer hér á eftir stutt yfirlit um
þessar tilraunir (18: 47—50):
1) Þegar Jón Finsen varð sér úti um hunda til tilrauna
sinna, gerði hann sér réttilega ljóst, að fullorðnir (yfir árs-
gamlir) hundar kæmu þar ekki til greina, því að gera mætti
ráð fyrir, að þeir væru yfirleitt orðnir fullir af bandormum.
Fyrir því taldi hann sjálfsagt að velja jafnan hvolpa til til-
raunanna. Til aðaltilraunar sinnar, sem hann var einn um
(1858), hafði hann mánaðargamla hvolpa og taldi þeim það
með rökum til gildis, að þeir væru til komnir eftir sláturtíð.
Engar ráðstafanir virðist hann hafa gert til að firra hvolpana
sýkingu, áður en tilraunin hófst, en er hann tekur til að
mata þá á mannasullunum, heldur hann hvolpunum „fra
denne Tid indespærrede"; enga grein gerir hann fyrir þvi,
hvernig þeirri innilokun var hagað, og að eldi þeirra víkur
hann ekki einu orði, fremur en engu máli skipti. Það var frá
þessari tilraun, sem Krabbe höfðu borizt bandormarnir til
athugunar, er áður segir frá, og er eftirtektarverður dómur
hans um úrslitin, allra helzt þegar þess er gætt, að hann er
kveðinn upp, eftir að Krabbe hafði verið á Islandi og kynnzt
þar rækilega öllu sulla- og bandormamorinu. Bandormarnir
reynast alþekkt bandormstegund í hundum, sem enginn vissi
þó fyrr en æðilöngu síðar, hvaðan í hundana barst, en af
ígulbandormslið, sem öllum að óvörum slæðist með í sýnis-
hornaglasinu frá Jóni Finsen, hikar Krabbe ekki við að telja
„meget sandsynligt, at Hunden dog har indeholdt denne
lille Bændelorm“ (18: 47—48) og er auðsjáanlega tilleiðan-