Skírnir - 01.01.1954, Síða 167
Skírnir
Sullaveikisrannsóknir
163
legur til að álykta, að í raun og veru hafi Jóni Finsen tekizt
tilraunin. Látum vera, að Krabbe ætli Jóni Finsen það tæri-
læti, að ekki komi til mála, að i höndum hans hafi ígulband-
ormsliðurinn borizt í glasið úr menguðu vatni eða á annan
hátt, en Krabbe gerir sér heldur enga rellu út úr hugsanlega
ófullkominni einangrun tilraunahvolpanna eða að öðru leyti
ónógum varúðarráðstöfunum gegn sýkingu þeirra af band-
ormum, bæði fyrir tilraunina og meðan á henni stóð. Látum
einnig vera, að hann skáki úr leik sem úrslitunum óviðkom-
andi bandormstegund þeirri, sem hann greindi, „den paa Is-
land ligesom hertillands (þ. e. í Danmörku) meget alminde-
lige Taenia cucumerina, hvis Udvikling vel er ubekjendt, men
som har en ganske anden Bygning end Blærebændelormene
og i alt Fald ikke kunde hidröre fra Fodringen med Echino-
coccus“ (17: 9). Það hefur verið fyrir honum jafnólíklegt sem
það, að dúfa kæmi úr hrafnseggi, auk þess sem tíðni þessa
sérstaka bandorms í hundum í Danmörku (48% (18:4))
samrýmdist ekki sullaveikisleysinu þar, ef hann átti að geta
verið viðriðinn sullaveiki. En hví leggur Krabbe ekki þessa
spurningu fyrir sig: Ef hlutaðeigandi hvolpur hafði haft tæki-
færi til, fram hjá mannasullunum, sem hann var mataður á,
að sýkjast af bandormi, sem enginn vissi, hvert var sóttur,
hví hafði hann þá ekki líka getað haft tækifæri til að sýkjast
af ígulbandormi fram hjá mannasullunum? Eflaust hefur hér
mestu ráðið, að Krabbe var svo sannfærður um — vissi það
— að ígulbandormur og enginn annar bandormur olli sulla-
veiki í mönnum, að hann tók öll vitni gild, sem báru það,
hversu haltrandi sem þau voru. Sök sér hefði verið, ef Krabbe
hefði verið kunnugt orðið, það sem síðar vitnaðist um lífsferil
bandormsins, er Jón Finsen sendi frá sér, þegar samstarfs-
maður Leuckarts færði sönnur á (1868), að lirfa bandorms
þessa lifir í lús og fló hunda og katta (23: 863), svo að sýk-
inguna var ekki langt að sækja. Hver veit, nema Jón Finsen
hafi þrátt fyrir allt ratað á það hálfvegis blindandi að verða
fyrstur til að rækta ígulbandorm frá mannasulli?