Skírnir - 01.01.1954, Side 168
164
Vilmundur Jónsson
Skírnir
2) Hinn 28. febrúar 1863 mataði Krabbe 3—4 ára hund,
kött og, þremur dögum síðar, annan hund jafngamlan hinum,
á sullum úr miðaldra konu, er látizt hafði á Almenna spítal-
anum í Kaupmannahöfn hinn 26. s. m. Sullirnir höfðu verið
teknir úr konunni látinni daginn eftir andlátið, og virtust
þeir ferskir; í sullungum voru bandormshausar, en ekki virð-
ist þeirrar fyrirhyggju hafa verið gætt að líta nákvæmlega
eftir því, hvort þeir væru enn kvikir, og hefðu þó góð skilyrði
átt að vera til þess, þar sem tilraunirnar fóru fram á Dýra-
lækna- og Landbúnaðarháskólanum. Um val tilraunadýranna
getur ekki um fram aldur hundanna, né heldur, hvernig
einangrun þeirra og eldi var hagað, annað en það, að vistuð
voru þau á hundaspítala háskólans. Skipti þetta að sjálfsögðu
minna máli í Danmörku en á Islandi, að minnsta kosti að
því er tók til ígulbandorms. Hundarnir voru drepnir og krufn-
ir, annar mánuði, hinn tæpum tveimur mánuðum og köttur-
inn tæpum hálfum öðrum mánuði eftir að dýrin, livert urn
sig, höfðu neytt sullanna. 1 fyrra hundinum fundust aðeins
10 bandormar sömu tegundar, sem villt hafði um fyrir Jóni
Finsen, og vér höfum séð, að Krabbe taldi ekki geta staðið í
neinu sambandi við ígulsulli; í hinum hundinum fundust
engir innyflaormar; í kettinum fundust tveir spóluormar og
10 bandormar, þess háttar sem Krabbe, að hætti þeirrar tíðar
bandormafræðinga, taldi sérstaka tegund (taenia elliptica),
en nú eru þeir taldir sömu tegundar og hinir, sem í hundinum
fundust (2d:461). Því tekur Krabbe kött ásamt hundum til
þessara tilrauna, að næst hundum höfðu kettir lengi verið
taldir líklegastir til að fóstra bandorm, er staðið gæti í orsaka-
sambandi við sulli í mönnum. Dómur Krabbe um úrslit þess-
arar tilraunar er enn táknandi fyrir afstöðu hans til við-
fangsefnisins: Úr því að ígulbandormur dafnaði í hvorugum
tilraunahundinum, hljóta einhver mistök að hafa átt sér stað
við framkvæmd tilraunanna: bandormshausar sullanna hafa
langsennilegast verið dauðir og sullirnir geldir.
3) Næst er til reynt í Reykjavík, hinn 2. júlí 1863. Jón
Hjaltalín landlæknir stingur á lifrarsulli 26 ára karlmanns,