Skírnir - 01.01.1954, Side 170
166
Vilmundur Jónsson
Skírnir
„holdt dem indespærrede, siden de pattede“ (18: 48). Hann
telur með öðrum orðum öruggt, að hvolpar sýkist ekki af band-
ormum, er máli skipta, á meðan þeir eru á spena, og við
þetta virðist Krabbe ekkert hafa að athuga. Víst mun sæmi-
lega óhætt að treysta því, að hvolpar snuddi ekki í æti, á með-
an þeir leita ekki úr bæli sínu og láta sér nægja spenann
einan. En komist tíkin í sollið hráæti og bröllti beint úr krás-
inni í bælið til hvolpanna, sleiki þá um trýnið eða spenana
á sjálfri sér, hver ábyrgist þá, að ekki geti einn og einn
bandormshaus slæðzt upp í einhvern hvolpinn? Síðan í apríl
höfðu hvolparnir reyndar gengið lausir, en þó jafnan heima
við og svo eftir þeim litið (!), að Jón Finsen taldi sig sann-
færðan um(!), að til sulla úr búfénaði hefðu þeir ekki náð,
enda fjarri sláturtíð. Að eldi hvolpanna allan hinn langa
tíma, er þeir biðu tilraunanna, er ekki vikið einu orði, og
virðast þeir báðir, Jón Finsen og Krabbe, jafngrandalausir
í því efni. Hinn 2. apríl 1863 eru báðir hvolparnir mataðir
á sullum, sem Jón Finsen hafði þá brennt til með Recamiers-
aðferð 66 ára karlmann, er kennt hafði meinlæta í kviðar-
holi í 30 ár, enda tæmdust út 14 pottar. Sullirnir voru ferskir
að sjá, en ekki voru þeir rannsakaðir í smásjá. Skammtur
hvolpanna nam nokkrum matskeiðum, og var sumt gefið
þeim í mjólk, en sumu troðið upp í þá með töng. Eftir mánuð
voru þeir á ný mataðir með slitrum úr kviðarholssulli 34 ára
stúlku, sem hún hafði gengið með í 12 ár, og brenndi Jón
Finsen einnig til þess sulls. Hinn 8. ágúst um sumarið kryfur
Krabbe báða þessa hvolpa; í öðrum fundust engir innyfla-
ormar, en í hinum æðimargir vel þroskaðir ígulbandormar,
og þótti þroski þeirra svara allvel til þess, að þeir gætu verið
runnir frá sullunum, sem hvolparnir höfðu verið mataðir á.
Auk ígulbandormanna fundust í hvolpinum fjórir fjallarefs-
bandormar, eins og sú tegund bandorma var þá kölluð (taenia
canis lagopodis, nú: mesocestoides lineatus (26: 413)). Er það
stórvaxinn bandormur, 30 sm—2,5 m langur og 2—3 mm
breiður; var hann þá tíður bæði í hundum (21%) og köttum
(35%) hér á landi og hafði einnig fundizt í ref (18:21);
lífsferill bandorms þessa var þá og lengi síðan, eða allt til