Skírnir - 01.01.1954, Síða 172
168
Vilmundur Jónsson
Skírnir
sen fjórum sinnum með nokkurra daga millibili matað hvolp-
inn á sullhimnum nýteknum við aðgerð á hálffimmtugri konu,
sem gengið hafði með lifrarþykkt í fimm ár. Nokkur hluti
sullmatarins var geymdur, og leitaði Krabbe árangurslaust
eftir bandormshausum i himnunum; í hvolpinum fann hann
aðeins einn spóluorm. Ályktaði Krabbe, að hér hefði verið
um geldsull að ræða, en eyðir ekki frekari orðum að þessari
losaralegu tilraun, enda virðist ekki taka því.
6) Þá er loks komið að hinni rómuðu tilraun þeirra .Tóns
Finsens og Krabbe, sem enzt hefur þeim til þess að eiga
síðan nöfn sín skráð skýru letri í heimssögu læknavísindanna.
Tilraunina metur Krabbe sjálfur þegar svo, að hún hafi verið
„foretaget med alle önskelige Forsigtighedsregler og maa an-
sees for fuldstændig afgjörende11 (18: 50). Þenna dóm áréttir
Guðmundur Magnússon, eftir að hann hefur metið ógildar
allar aðrar tilraunir þeirra Jóns Finsens og Krabbe, og segir,
að hér sé „þó eftir ein tilraun, sem heppnaðist og var að
öllu leyti óaðfinnanleg og allra varúðarregla gætt fyrir og
eftir“, enda hafi þeim félögum með tilrauninni „tekizt að
sanna, að bandormshausar í mannasullum verða að t. echino-
coccus í hundum“ (7:30). Ekki er greinarhöfundi kunnugt
um, að gildi tilraunar þessarar hafi verið dregið í efa þannig,
að hún hafi ekki verið talin leiða í ljós það, sem henni var
fyrirhugað, en dæmi er til þess, að annmarkar hafa verið
fundnir á henni, jafnvel af Dana (28: 20). Tilraunin hefst
á Akureyri, hinn 21. september 1863, á því, að Jón Finsen
matar tvo hvolpa, annan 3—4 mánaða, en hinn um það bil
misserisgamlan, á sullmn, sem brennt hafði verið til í nára
32 ára stúlku, en þau meinlæti hafði hún gengið með í 14
ár. Hvolpunum hafði Jón Finsen haldið „indespærrede“ síðan
um miðjan ágúst, þ. e. yngra hvolpinum, frá því að hann
var lengra eða skemur kominn á þriðja mánuð, en hinum
eldra frá því að hann var langt kominn á fimmta mánuð.
Ef til vill hefur yngri hvalpurinn, sem hér skiptir máli, enn
verið á spena, þegar hann var tekinn í gæzlu, en ekki er
þess látið getið. Enn sem fyrri er alls fróðleiks vant um,