Skírnir - 01.01.1954, Síða 173
Skírnir
Sullaveikisrannsóknir
169
hversu vandlega hvolparnir voru einangraðir í gæzlunni og
á hverju þeir voru fóðraðir, frá því að þeir slepptu spena.
Um þessar sameiginlegu tilraunir þeirra Jóns Finsens og
Krahbe er ekki kunnur neinn vitnisburður hins fyrr nefnda;
hafi hann getið þeirra að einhverju í ársskýrslu sinni fyrir
árið 1863, kemur það ekki að notum, því að sú skýrsla er
glötuð. Engin ástæða er til að ætla, að öðru visi hafi verið
búið að þessum tilraunahvolpum en hinum fyrri, með þvi
að Krahbe virðist ekki hafa talið neina þörf á að bæta þar
um. Sullimir, sem hvolparnir voru mataðir á, voru sullungar,
bæði heilir og brostnir, og sennilega einnig flikki úr sull-
móðurinni; einnig var þess gætt, að tilheyrandi sullvökvi færi
jafnframt ofan í hvolpana. Fyrsti dagskammtur hvors hvolps
nam tveimur matskeiðum; næstu þrjá daga fengu þeir af
sama sullfóðri, sem jafnóðum var sótt í sjúklinginn, þrjár
matskeiðar á dag, hvor hvolpur. Fylgzt var með því í smá-
sjá, að bandormshausar væru jafnan í hverjum skammti, en
ekki er tekið fram, að rýnt væri eftir því, að lífsmark sæist
með hausunum. Hinn 27. september voru hvolparnir sendir
út með skipi til Kaupmannahafnar; þangað komu þeir 25.
október og voru vistaðir í hundaspítala Dýralækna- og Land-
búnaðarháskólans. Hinn 29. s. m. var yngra hvolpinum lógað,
og fundust í þörmum hans fjórir smávaxnir ígulbandormar,
sem þóttu að þroska svara til þess, sem vænta mátti, ef þeir
stöfuðu frá sullfóðrinu; að auk fundust í hvolpinum um 400
fjallarefsbandormar. Eldra hvolpinum var lógað seint í nóv-
ember, og í honum fundust engir innyflaormar. Dómur um
framkvæmd þessarar tilraunar og gildi hennar felst í athuga-
semdum, sem þegar hafa verið gerðar við undangengnar til-
raunir. Hér baga hin sömu vandkvæði, hve auðsótt hundum
á Islandi er sýking af ígulbandormi, og tilraunahvolparnir
hafa ekki verið valdir, né þeirra gætt og vafalaust ekki heldur
fóðraðir með nándarnærri nógu tilliti til þess; þó að aðalslátur-
tíð á hausti væri fjarri, var einnig slátrað á öðrum árstimum,
einkum nautpeningi; hræ sauðfénaðar lá úti um alla haga, og
hrafnar drógu slengið víðs vegar; í sorphaugum og fjörum
Akureyrar kenndi margra grasa, og þó að hvolpar imdir tíkinni