Skírnir - 01.01.1954, Síða 174
170
Vilmundur Jónsson
Skímir
gerðu ekki víðreist, gat mellan snuddað víða og auðveldlega
atað sjálfa sig og bælið; margt gat borizt í búr og eldhús Jóns
Finsens, og hvert var samband hinna „indespærrede" til-
raunahvolpa við það, er þeir voru fóðraðir? Jafnvel mjólkin,
sem þeim kann að hafa verið gefið sullfóðrið í, þurfti ekki
að hafa verið örugg, hafi hún ekki verið soðin. Þá eru fjalla-
refsbandormamir, sem fylgdu igulbandormunum í tilrauna-
hvolpinum; enginn vissi þá, né taldi sig vita, hvert þá hand-
orma væri að sækja, nema ekki væri það í mannasull. Ef
menn hefðu nú hugsað sér, sem þá virðist eins vel hafa mátt
koma til greina og hvað annað, að lirfa bandorms þessa
leyndist í búfénaði á svipuðum slóðum og igulsullir, hvar
var þá vissan fyrir því, að einmitt ígulbandormarnir væm
úr mannasullinum? Að öllu athuguðu virðist ekki muna ýkja-
miklu á gildi þessarar tilraunar og hinnar upphaflegu til-
raunar Jóns Finsens og helzt það, að ígulbandormarnir frá
siðari tilrauninni komu þó úr tilraunahvolpinum. Yíst má
telja, að enginn hefði tekið mark á niðurstöðu þessarar til-
raunar öðru vísi en sem vísbendingu, ef ekki hefði fyrirfram
verið metið fullvist, að ígulbandormur hundsins ylli sulla-
veiki og þar kæmi engin önnur sjúkdómsorsök til greina. Það
er fyrirframvissan um orsök sullaveiki, sem setur mark sitt
á framkvæmd þessarar tilraxmar, eins og allra hinna, svo og
matið á niðurstöðunni, og gerir hvort tveggja að markleysu.
VI.
Fróðlegt er að bera tilraunir þeirra Jóns Finsens og Krabbe
saman við sams konar tilraun, er til lykta var leidd með
heppni, einnig árið 1863, af Bernhard Naunyn (1839—1925),
þýzkum lyflækni í Berlín, síðar prófessor í Strassburg. I
fræðiritum, þar sem á þessar tilraunir er minnzt, er loka-
tilraun þeirra Jóns Finsens og Krabbe lögð að jöfnu við tilraun
Naunyns og ýmist sögð hafa farið fram um líkt leyti eða sam-
tímis. í kennslubók í lyflæknisfræði, sem læknaprófessorar
Norðurlandaháskólanna hafa staðið saman um að gefa út í
nýjum og nýjum útgáfum síðan 1915, ritaði Guðmundur
Magnússon fyrstur kaflann um sullaveiki og segir svo: „Ved