Skírnir - 01.01.1954, Síða 175
Skirnir
Sullaveikisrannsóknir
171
Foi'sög paa Hunde med Fodring med Ekinokokker, udviklede
i Mennesket, fastslog Naunyn 1863, og omtrent samtidig
Krabbe og Finsen, at disse er identiske med Kvægets og danner
taenia echinococcus i Hundens Tarm“ (6: 443). Eftir fráfall
Guðmundar Magnússonar ritaði Matthías Einarsson sulla-
veikiskaflann í bókina, og segist honum frá þessu á sama hátt,
að öðru leyti en því, að hann fellir orðið „omtrent" niður úr
texta Guðmundar Magnússonar (25: 392). Krabbe skýrir frá
tilraun Naunyns, jafnframt því sem hann skýrir frá tilraun-
um sínum og Jóns Finsens og dregur ekki fjöður yfir, að
Naunyn hafi leitt sína tilraun til lykta sjö mánuðum á undan
þeim. Að öðru leyti fer Krabbe hér fljótt yfir sögu: Hinn 17.
febrúar 1863 mataði Naunyn tvo hunda í Berlín á innihaldi
lifrarsulls konu, sem á hafði verið stungið; öðrum hundinum
var lógað réttum vikumánuði síðar, og í honum fundust engir
innyflaormar; hinum hundinum var lógað réttri viku þar á
eftir, þ. e. sem næst 24. marz, og í honum fundust tæplega
fullþroskaðir ígulbandormar og engir aðrir innyflaormar.
Krabbe getur þess, að Naunyn hafi ekki þorað að draga leng-
ur en hann gerði að lóga tilraunahundunum fyrir það, að
hann hafi trúað kenningu v. Siebolds um, að ígulbandormar
yrðu ekki eldri í hundum en tveggja mánaða; á þetta fellst
Krabbe ekki og hyggur, að ígulbandormurinn yngi sig upp
með því að fella aftasta liðinn, þegar egg hans eru fullþrosk-
uð, þá taki næsti liður til að þroskast og svo koll af kolli;
vitnar hann um þetta til annarra bandorma. Loks getur
Krabbe um það í þessu sambandi, að eftir myndum að dæma,
hafi krókar á hausum ígulbandormanna úr tilraunahundi
Naunyns verið mjög áþekkir að stærð og öllu útliti krókum
á hausum igulbandormanna úr tilraunahvolpinum frá Akur-
eyri; bendi það til ámóta þroska bandormanna í báðum til-
fellum, enda hafi mjög svipaður tími liðið, frá því að Naunyn
mataði hundinn og þar til honum var lógað (35 dagar) og
frá því að Jón Finsen mataði hvolpinn og þar til honum var
lógað (35—38 dagar). Rannsóknarskilyrði og tilraunatækni
Naunyns verða Krabbe ekki tilefni athugasemda, og hefur
hann verið merkilega lítið gerhugull um slíkt (18: 50—51).