Skírnir - 01.01.1954, Side 176
172
Vilmundur Jónsson
Skírnir
Honum var að vísu ljóst, hversu miklum erfiðleikum var
bundið að fást við þessar tilraunir, þar sem hundum var jafn-
greitt að sækja í sig bandorma og gerðist á Islandi. 1 Berlín
voru ígulbandormar í hundum fásénir, og þar hafði Naunyn
forhlaup, svo að um munaði, fyrir þeim Jóni Finsen og
Krabbe, þegar um það var að ræða að ná hinu setta marki.
Engu að síður hefur Naunyn þá fyrirhyggju að kryfja fyrst
20 hunda úr því umhverfi, sem hann velur tilraunahunda
sína úr, og ígulbandormur finnst ekki í neinum þeirra. Til-
raunahundana einangrar hann í fimm daga, áður en hann
matar þá á sullunum og síðar til loka. í sullunum eru ekki
aðeins kvikir bandormshausar, heldur nokkrir þeirra í heilum
klakblöðrum. Allan tímann elur hann tilraunahundana ein-
göngu á soðnu keti, hvað sem um drykkjarvatn þeirra hefur
verið, sem ekki hefur verið mikil ástæða til að tortryggja í
Berlín. Igulbandormarnir, sem finnast í öðrum tilraunahund-
inum, þegar honum er lógað, svara að þroska mætavel til
þess tíma, sem liðinn er, frá því að hann var mataður á
mannasullunum, og — það, sem gerir gæfumuninn — í til-
raunahundinum voru engir aðrir innyflaormar (28: 19,20).
Forréttindi Naunyns um fram þá Jón Finsen og Krabbe til
heiðursins af því að hafa fyrstur ræktað bandorm frá manna-
sulli, styðjast því við drjúgt meira en það, að hann leiddi
tilraun sína til lykta sjö mánuðum á undan þeim.
Ef vandlega væri eftir leitað, mætti þó vafalaust einnig
finna veilur í vinnubrögðum Naunyns í sambandi við þessa
tilraun hans, miðað við það, hversu nú þykir hlýða, að staðið
sé að slíkum tilraunum, og víst hefur niðurstaðan verið svo
tafarlítið og skilyrðislaust viðurkennd sem hún var meðfram
í notum þess, að allir væntu þá og þegar þessarar einu niður-
stöðu og engrar annarrar, enda hefur hún síðan staðizt dóm
endurtekinna tilrauna og allrar reynslu. Þegar um nýjungar
er að ræða, getur það meira að segja verið þakklátt verk og
vel umbunað að komast að réttri (þ. e. raunhæfri) niður-
stöðu, þó að út frá hæpnum ef ekki rammskökkum forsend-
um sé. Þess mun margur hafa notið, ekki sízt í sögu lækna-
vísindanna, og engan veginn þeir einir Jón Finsen og Krabbe,