Skírnir - 01.01.1954, Page 177
Skírnir
Sullaveikisrannsóknir
173
sem auk þess voru báðir tveir þeir merkismenn, hvor á sinu
sviði, að skrautfjöður situr hvorugum illa. Án alls tillits til
sullaveikisrannsókna þeirra, sem hér hefur verið fjallað um,
skipa þeir með prýði sæti sín í læknasögunni og svo virðu-
legan sess í sullaveikissögu vor fslendinga, að oss er öðrum
fremur skylt að vita þar á rétt deili. Hér að framan hefur
verið gerð grein fyrir hlut Krabbe, en um Jón Finsen er það
að segja, að hann gerðist éinn fróðastur lækna síns tíma um
sullaveiki sem sjúkdóm og brautryðjandi virkra læknisaðgerða
við henni (8; 9: 65—79), enda rak með því slyðruorð af ís-
lenzkri læknastétt, sem vissulega var ekki vanþörf á. Yerður
þar engum við jafnað öðrum en Guðmundi Magnússyni.
Nokkurri furðu gegnir, hve vægilega Guðmundur Magnús-
son dæmir sullaveikisrannsóknir þeirra Jóns Finsens og
Krabbe, einnig þær tilraunir, sem hann þó metur ógildar, og
hve örlátur hann er á að viðurkenna óskeikulleika lokatil-
raunar þeirra.1) Stingur þetta merkilega í stúf við þá miskunn-
arlausu gagnrýni, sem einkenndi Guðmund Magnússon í
læknis- og kennslustarfi og hann kappkostaði að temja nem-
endur sína við, þó að í þeim hópi megum vér ofmargir
maður með manni játa, að oflítinn stað hafi séð. f anda
þeirrar gagnrýni hefur nú þó verið leitazt við að fletta nokkr-
um blöðum í sullaveikissögu íslendinga, brjóta forsendur máls
til mergjar og kveða upp hlutlægan dóm, án alls tillits til
þess, hversu ánægjuleg dómsniðurstaðan yrði.
6. október 1953.
1) Ekki er því til að dreifa, að á það hafi skort, að Guðmundur prófessor
Magnússon hafi gert sér Ijóst, hvernig standa þurfti að tilraunum, sem
áttu að endast til að leiða örugglega í ljós tengdir sulls og samsvarandi
bandorms. Nægir að vitna um það til skýrrar greinargerðar hans um það
efni í fyrirlestri hans Um bandorma, sem prentaður er hér á undan.
HEIMILDARITASKRÁ.
(. Rricka, C. F.: Dansk Riografisk Leksikon. Kh. 1938.
2. Brumpt, E.: Précis de parasitologie. París 1936.
3. Eschricht, D. F.: Over de nyeste Opdagelser i Blære- og Bændelorm-
enes Udviklingshistorie. Bihliothek for Læger. Fjerde Bind. Kh. 1854.