Skírnir - 01.01.1954, Page 180
DR. MAREK WAJSRLUM:
ÍSLENZK ÁHRIF í PÓLLANDI
í ÞÚSUND ÁR.
Ég ætla mér ekki þá dul að ræða söguleg tengsl Póllands
og Islands. Raunar er þau vart að finna, — aðeins fáein atriði
menningarlegs eðlis skipa þar sess, þó án samfellu.
Pólland, sem nú liggur á vesturmörkum hins slafneska
heims, varð ríki á 9. öld, og þá varð pólska þjóðin til í miðri
hringiðu hins slafneska þjóðabálks. Pólverjar voru hið ytra
varðir hreiðu belti þjóða slafneskrar ættar. Hinn sögulegi
kjarni Póllands lá og liggur í miðdepli meginlands Evrópu
og er þungamiðja þess hæði efnahagslega og menningarlega.
A umbrotatímum 9. og 10. aldar gerði þessi lega milli ann-
arra þjóða hinni ungu þjóð kleift að treysta aðstöðu sína og
þroskast, áður en til átaka kom við „den Drang nach Osten“,
hina vopnum vörðu útþenslu þýzka keisaradæmisins, sem
stefndi að því að reisa þýzka þjóð á gröfum tortímdra og
þrælkaðra Slafa og Litava.
Miðlega landsins reið þó baggamuninn að því leyti, að
efnahagsleg þungamiðja þess færðist austur á bóginn. Hið
mikla vatnakerfi stórfljótanna, sem falla um þær slóðir, var
(og er að nokkru enn) höfuðtengiliður ríkisheilda og þjóð-
eininga. Pólland lá innan miðs vatnakerfis Oderfljótsins, milli
Oder og Weichsel. tJtþensla þess hneig í austurátt samhliða
öxli meginlandsins. Leiddi sú hneigð til stofnunar voldugs
ríkis, sem á 15. öld náði allt til Dónár og upptaka Volgu. Þessi
útþensla pólska ríkisins gerði það að kornforðabúri Vestur-
Evrópu á 16.—18. öld. Samtímis tryggði legan Póllandi það
hlutverk að vera tengiliður austurs og vesturs í samgöngu-
málum. Útþensla ríkisins og sú efnahagsþróun, sem lýst var,
fjarlægðu Pólland Atlantshafslöndunum, lífssvæði Islands.