Skírnir - 01.01.1954, Síða 181
Skírnir Islenzk áhrif í Póllandi í þúsund ór 177
Á hinn bóginn voru önnur öfl að verki, sem stuðluðu að
því að minnka fjarlægðina milli landanna. Samgöngukerfi
fljótanna olli því, að slagæð þjóðlífsins sló örast við mynni
stóránna, þ. e. við strendurnar. Hinn síaukni útflutningur
landbúnaðarafurða krafðist óhindraðs aðgangs að hafi. Á 15.
öld var Pólland ásamt Litavíu orðið voldugt ríki, sem náði
um alla Mið-Evrópu hafa á milli, frá Eystrasalti í norðri til
Svartahafs í suðri. Póllandi tókst ekki að halda þeirri aðstöðu.
Miðdepill þess var og er norðan Karpatafjalla á vatnasvæði
stóránna í norðri, bæði frá sjónarmiði sögu og þjóðemis. Það
var því mjög eðlilegt, að þungamiðja landsins færðist fyrst
og fremst að ósum fljótanna Oder og Weichsel, þ. e. að Eystra-
salti. Baráttan um ströndina var því einn aðalþáttur í stjórn-
málasögu Póllands og er enn.
Við Eystrasalt komust Pólverjar í snertingu við norræn-
ar þjóðir. Og þessi samskipti urðu einn höfuðþátturinn í
stjórnmálasögu Póllands frá 16. öld til upphafs 18. aldar. Þó
var það aðeins í byrjun baráttunnar um Eystrasaltsströndina,
að saga Póllands komst í fyrsta og eina skipti í samband við
sögu íslands. Tengiliðirnir voru norrænir víkingar, íslenzk
skáld og íslenzkir sagnfræðingar.
Eins og kunnugt er, komu víkingar oftlega í Odermynni
á ránsferðum sínum á hendur Vindum. Tíðar voru og ferðir
þeirra lengra austur. Við Oderósa höfðu Jómsvíkingar aðsetur
sitt. Hliðstæðu þeirra má finna í Póllandi á 16. og 17. öld,
þar sem er hið úkranska „kosh“ Zaporeg-kósakka. Jómsvík-
ingar höfðu sífelld afskipti af hinu unga ríki, sem á síðara
helmingi 10. aldar sótti til hafsins. Fyrir tilverknað þeirra
komst Pólland í beint samband við norrænar þjóðir. Þau
samskipti hafa þó til þessa verið fræðimönnum óljós og hug-
myndir manna um þau reist á tilgátum. Allt frá hinni
aldargömlu kenningu sumra pólskra sagnfræðinga, að víking-
ar hafi gegnt forystuhlutverki við myndun pólska ríkisins,
til hinnar skörpu gagnrýni og andspyrnu prófessors Leonards
Koczys gegn þeirri kenningu, hefur málið tekið á sig ýmsar
myndir, eftir því sem sagnfræðilegar rannsóknir hafa gefið
tilefni til. Eitt mun þó víst, að þrátt fyrir fjörug samskipti
12