Skírnir - 01.01.1954, Side 182
178
Dr. Marek Wajsblum
Skirnir
víkinga við Rússland, hafa þeir ekki farið lengra inn í Pól-
land eftir Oder og Weichel, þeir hafa ekki náð inn í kjarna
þess. Islenzkir sagnfræðingar vissu fátt um Pólland, vart
meira en Arnór jarlaskáld Þórðarson, sem lýsti því sem
„landi Vinda suður að Jómi“. Þýzkir málvísindamenn og
sagnfræðingar hafa löngum engan mun gert á Vindum og
Pólverjum. Pólskir rýnendur hafna slíkum kenningum. Samt
getur enginn, er gera vill sér glögga grein fyrir sögu Póllands,
sniðgengið forníslenzk fræði og bókmenntir. Hin stórkost-
legu verk Odds Snorrasonar, Snorra Sturlusonar, Jómsvíkinga-
saga, svo að hið helzta sé nefnt, gera kleift að samræma
tímatal, draga upp hinn stjórnmálalega bakgrunn þessa tíma-
bils, finna ástæður og orsakir atburða, sem minnzt er á í
pólskum miðaldabókmenntum og þýzkum sagnaritum. Drýgst
eru hin forníslenzku rit þó til skilningsauka á baráttunni
um strandrými við Eystrasalt, auk þess sem þau varpa ljósi
á samskipti Póllands og Rússlands. Það er því ekki að undra,
þótt pólskir sagnfræðingar hafi mjög fjallað um kvæði ís-
lenzkra fornskálda, allt frá Hallfreði vandræðaskáldi til Ölafs
hvítaskálds. Það var þó ekki fyrr en í byrjun 19. aldar, að pólskir
sagnfræðingar tóku að gera sér grein fyrir gildi íslenzkra forn-
rita fyrir sögu Póllands. Þá höfðu öll tengsl, stjórnmálaleg og
menningarleg, löngu rofnað. Að vísu er getið um Ultima
Thule eða ísland á víð og dreif í pólskum annálum og land-
fræðiritum frá miðöldum, en það er einkum bergmál frá eldri
ritum eða endurskin vesturevrópskra vísinda samtímans, án
þess sérstakur áhugi eða skilningur á þessum málum felist
að baki. Að vísu stóð Pólland í verzlunarsambandi við Island
á 15. öld um Danzig, sem sameinaðist þá Póllandi. Á árunum
1430—1440 fluttu Hansakaupmenn frá Danzig korn, við og
járn til íslands. Enda þótt þekking á þeim viðskiptum sé
ónóg, má gera ráð fyrir, að þau hafi verið fremur stopul.
Ekki er loku fyrir það skotið, að merkilegt landabréf af Is-
landi frá því um 1457 sé arfur frá þessum tíma viðskipta
Danzigkaupmanna við íslendinga. Landabréf þetta var birt
1889 af A. E. Nordenskiöld. Fannst það í Zamoyski-bóka-