Skírnir - 01.01.1954, Side 184
180
Dr. Marek Wajsblum
Skírnir
náttúru, og guðhrædda lesendur fræðir hann á því, að al-
mælt sé, að þar megi heyra á ísum kvein og stunur
líkar öskri, og séu þar á ferð sálir fordæmdra í kvölunum.
Segir hann og, að þar lifi menn í hellum og jarðholum ásamt
skepnum og meti hunda sína til jafns við börn sín. Þó tekur
hann enn dýpra í árinni, er hann greinir frá trúarlífi lands-
manna. Farast honum svo orð: „Þar sem Island lýtur nú
harðstjórn Dana, hefur það ekkert samband við kaþólska
menn, og er því jafnt á komið þar og í Noregi. Vita lands-
menn ekkert um herra vorn Jesúm nema nokkuð þeir, er við
strendur búa. Þeir, sem lengra eru inni í landinu, lifa í
dýrslegri villimennsku. Fást þeir þó meira við galdra og
töfra en hjáguðadýrkun, lítið sem ekkert vita þeir um guð.“
Þeir Botero og bróðir Páll líta ekki þessa svörtu mynd svo
mjög raunsæjum augum þekkingar og reynslu sem í gegnum
gleraugu trúarskoðana sinna. Því er andstæðan svo skörp,
er fyrsta bókin um Island á pólskri tungu kom út 25 árum
síðar, en hún var jafnframt um langan aldur eina bókin á
pólsku um það efni. Það rit birtist 1638 í Leszno, sem þá
var ein merkasta menningarmiðstöð Póllands. Sömdu þá bók
hinir svonefndu Bæheimsbræður, velmenntir og iðnir afkom-
endur Húss-sinna frá 15. öld. Voru þeir ofsóttir í ættlandi
sínu, Bæheimi og kúgaðir af hinni ofstækisfullu harðstjórn
Habsborgara og flýðu til Póllands, en þar var trúfrelsi vernd-
að með lögum. Eftir ósigur Tékka í 30 ára stríðinu leituðu
tékkneskir menningarfrömuðir einnig þar hælis. Var odd-
viti þeirra hinn gáfaði uppeldisfræðingur og heimspekingur
Jóhann Amoso Komensky. tJtlagarnir tóku brátt upp pólska
tungu og samdi vel við mótmælendur. Þetta varð til þess, að
menntastofnanir í Leszno auðguðu pólskar og tékkneskar bók-
menntir merkum og frumlegum ritum. Þangað kom einnig
árið 1632 útlaginn Daniel Strejc eða Strijchek, sem nefndi
sig erlendis þýzka nafninu Fetter eða Vetter. Flann var víð-
förull maður, reyndur og lærður, og hafði í mörg ár dvalizt
við nám í Þýzkalandi og Hollandi. Var honum og vel fagnað
af trúbræðrum sínum í Leszno og þegar falin yfirstjórn
hinnar önnum köfnu prentsmiðju borgarinnar. Kvæntist