Skírnir - 01.01.1954, Page 185
Skirnir íslenzk áhrif í Póllandi í þúsund ár 181
hann pólskri konu og gerðist tíður gestur pólskra aðalsmanna,
naut hann einkum gestrisni landstjórans (wojewoda) í Ino-
wroclaw-fylki, sem hafði gaman af að spyrja hann spjörunum
úr um ferðir hans og reynslu, en einkum þó um för hans
í æsku til dularfulla landsins, Ultima Thule. Ur samtölum
þessum og frásögnum varð til rit Vetters á pólska tungu
„ísland eða stutt lýsing eyjarinnar Island. I hverri allt það,
sem furðulegt og fátíðlegt er talið í vorum löndum, annað
hvort með eigin augum séð eða heyrt hjá byggjendum eyjar
þessarar, mönnum trúverðugum, er skráð með sanni og nú
að nýju í ljós fært í þágu öllum réttsýnum mönnum kristn-
um, sem æskja jafnt að virða fyrir sér verk drottins her-
sveitanna og heyra um þau. I Leszno á því herrans ári 1638.“
Hinn ungi ævintýramaður fór með kaupmönnum frá Brim-
um til hins fjarlæga lands, Islands, og átti þar skamma við-
dvöl. Tók hann land við Helgafell í júní 1613 og hélt til
þings, þar sem hann hlaut góðar viðtökur hjá Herluf Daa
höfuðsmanni. Síðan heimsótti hann Odd Einarsson biskup
í Skálholti, en þaðan reið hann til Bessastaða og naut gest-
risni höfuðsmanns, sem fékk honum far á Hamborgarskipi
aftur til Þýzkalands. Þótt viðdvöl væri skömm, hafði hinn
ungi ferðamaður augun hjá sér og gaf því glöggan gaum,
er fyrir hann bar. Aldrei stærir hann sig þó af þekkingu
sinni, heldur er oft yfir frásögn hans einlægur, jafnvel barns-
legur hlær, sem gæðir hana töfrandi lífi og þokka. Við fylgj-
um honum á för hans um geigvæn öræfi og botnlausa mýrar-
fláka, við drepum tittlinga við forgarð helvítis í Heklu, þar
sem sálir útskúfaðra engjast í logunum. Þessi látlausa frá-
sögn veitir innsýn í daglegt líf hinnar íslenzku bændaþjóðar
í öllum þess lítilmótleika og nægjusemi. Að vísu hefur hann
ekki verið vel fræddur um stöðu íslands og aðbúnað í Dana-
veldi, því að hann fullyrðir, að Danakonungur hafi af því
engan arð, heldur aðeins þann sóma að ráða þessari fjarlægu
og kynjaríku eyju, en sú skoðun er greinilega fengin af sam-
ræðum við höfuðsmanninn á Bessastöðum. Þó mun hin djúpa
samúð höfundar með Islendingum hugtækust og geðþekkust
hverjum þeim, sem nú les þessa látlausu og einlægu frásögn.