Skírnir - 01.01.1954, Síða 186
182
Dr. Marek Wajsblum
Skírnir
„ASstæður þeirra, sem nú byggja ísland,“ skrifar hann, „gætu
að mörgu virzt aumar, því að þeir eiga fátt, sem gnægð er
af í vorum löndum, né heldur margt annað, sem nauðsynlegt
er mönnum til lífsuppeldis, þannig að einhverjum kynni i
hug að koma, að boð drottins við Adam, „i sveita þíns andlitis
skaltu brauðs þíns neyta“, eigi ekki við þá bókstaflega, því
að með þeim finnst eigi brauð . . . og samt er heiðsæi þeirra
mikið og þjóðarstolt. Mjög lofa þeir land sitt og telja það
öllum löndum betra og æðra. Ef satt skal segja, hlýtur hver,
sem íhugar lifsskilyrði þeirra og tækifæri, að játa, að samt
sem áður sé Islendingum ekki alls vant, heldur búi þeir og
við margt gott.“ — Hinir lágvöxnu, en sterkbyggðu menn
á sál og líkama, trúhneigðir og með ást á sögu og bókmennt-
um, féllu honum vel í geð. Sjálfstæðis- oð sjálfstjórnarþrá
þeirra hafði á hann djúp áhrif. Ást hans til landsins villti
honum sýn, töfrar hins fábrotna, en mannlega lífs stöfuðu slikri
birtu, að hann veitti hinu harða brauðstriti og hinum þjakandi
skorti enga athygli í aðdáun sinni á fiskisæld miðanna og
gnótt búfjárins. Hann dró upp unaðsmynd sveitasælunnar
og hins auðvelda, áhyggjulausa lífs hinna íslenzku fjárhirða
og fiskimanna. Einkum er hugþekkur skilningur hans á hinu
mikla siðferðilega hlutverki, sem íslenzk þjóð og menning
hefur gegnt og gegnir í þágu mannkynsins. „Ekki er að furða,
þótt velferð og menningu sé þar að finna, sem gæðagnótt
náttúrunnar auðveldar og fegrar lif mannanna", skrifar hann
í formála bókar sinnar. „Því aðdáunarverðara er þess vegna
að finna þjóð, sem svo hefur hafizt, þótt skort hafi lífsgæði
af flestu tæi, að hún hefur ekki síður vit og þrótt en vor
þjóð og er sjálfri sér næg. Yér hljótum því að dást að henni
og lofa umsjá guðs og forsjón.“ — Þessi fagra bók Vetters
birtist á sömu öld í þýzkri og tékkneskri útgáfu, en það var
ekki fyrr en tveim öldum síðar (1858), að Edvin M. Thorson
þýðir hana á danska tungu, og varð hún þannig kunn ís-
lenzkum fræðimönnum. Miðað við þetta fræðandi rit er um
greinilega afturför að ræða í pólskum bókmenntum um Island
til loka 18. aldar. Einkum er fátt til fanga frá hinu svo nefnda
„saxneska tímabili" (1697—1763), sem fáfræði og menn-