Skírnir - 01.01.1954, Side 188
184
Dr. Marek Wajsblum
Skírnir
það hvorki áhugi á málvísindum né skáldskap, heldur sagn-
fræði, er varð til þess, að Pólverjar kynntust íslenzkum skáld-
skap. Var það að þakka hinum mikla pólska sagnfræðingi
Jóakim Lelewel (1786—1861), forvígismanni pólskrar sagn-
ritunar og mitíma-myntfræði. Pólsk sagnritun frá upphafi
19. aldar var reist á þeirri hugmynd, að germanskar inn-
rásarþjóðir hefðu miklu valdið um sköpun pólsks ríkis og
þjóðfélags. Kenning þessi átti að nokkru rætur að rekja til
hliðstæðrar kenningar um myndun hins rússneska Kiev-ríkis,
svo og til hins svo nefnda gotneska sagnfræðiskilnings Hugos
Grotiusar og annarra vesturevrópskra sagnfræðinga, sem
hugðu germanska þjóðfélagsmenningu hafa stuðlað mest að
breytingum á menningar- og þjóðfélagslífi Evrópu. Á 19. öld
beindu rannsóknir á germanskri málsögu athygli sagnfræð-
inga að Norðurlöndum og þá einkum að íslenzkum fornrit-
um og sagnabókmenntum. Tadeus Czacki (1765—1813),
brautryðjandi um pólska lagasögu, setur fram kenningu sína
um norræn áhrif á pólsk og litavísk lög í hinu stórmerka riti
sínu „Um pólsk og litavísk lög“ (1800), sem olli aldahvörfmn
á því sviði. Líka stefnu tók Jóakim Lelewel. Hann reisti hinn
sögulega skilning sinn á fræðikenningu um upprunalegt slaf-
neskt lýðræði, sem breytzt hafi í stéttaþjóðfélag með léns-
skipulagi vegna germanskra áhrifa. Þessi söguskilningur, sem
virðist strangfræðilegur, var í rauninni stjórnmálalegs eðlis.
Á 17. öld kröfðust hinir lýðræðissinnuðu „levellers“ á Eng-
landi frelsisbaráttu gegn hinum normanska aðli og normönsku
lögum og sáu jafnframt í hillingum hið forna frelsi. Á sama
hátt krafðist hið unga pólska lýðræði 19. aldar afturhvarfs
til hinnar sönnu uppsprettu pólsku þjóðarinnar, þeirrar þjóð-
ar, sem þrátt fyrir kúgun og undirokun innrásarþjóða var
hinn sanni eigandi landsins með tilkalli til fulls frelsis og
eignarréttar á landi sínu. Kenningar Lelewels höfðu mikil
áhrif á stjórnmálasviðinu, en þau verða ekki rakin hér. Hins
ber fremur að geta, að hin norrænu áhrif beindu athygli
pólskra sagnfræðinga að forníslenzkum bókmenntum sem upp-
sprettu nýs sagnfræðiskilnings. 1807 birti Lelewel, sem þá
var enn við nám, útdrátt úr báðum Eddunum eftir franskri