Skírnir - 01.01.1954, Síða 189
Skírnir Islenzk áhrif í Póllandi í þúsund ár 185
þýðingu Paul Henri Mallet (Généve 1787) með sögulegum
inngangi um íslenzkar bókmenntir, hinum fyrsta um það
efni á pólsku. Tuttugu árum síðar, er Lelewel var tek-
inn að kenna við háskólann í Vilna og hafði tekið upp nýjar
og betri aðferðir við sögurannsóknir, birti hann nýja og stór-
bætta útgáfu bókarinnar með heitinu „Edda, það er bókin um
trúarbrögð hinna fornu íbúa Skandinavíu“. Við hina nýju
þýðingu sína notaði hann ritið „Edda rhytmica seu antiqua“,
útg. Hafniae 1787—1818, og þýzk rit Fr. David Grater og Fr.
Majer, en hina frönsku þýðingu Mallet notaði hann aðeins
við þýðingu á Hávamálum. Við samningu hinna víðtæku
skýringa sinna notaði hann einkum rit Nyerups „Uebersicht
der Gescichte des Studiums der Skandinavischen Mythologie"
(1816). Lelewel var sagnfræðingur, og ber útgáfa hans þess
ljóslega vitni. Bakgrunnur skýringa hans á Eddunum er nor-
ræn menning og íslenzk saga. Víðtækur samanburður við
kristna trú, arabisk trúarljóð og indverskar kenningar hrífur
niitímamann með hinum rómantíska eldmóði, en gerði samt
lesendum þeirra tíma kleift að gera sér grein fyrir menn-
ingarsögulegu gildi íslenzkra bókmennta. Hin skáldlega, róm-
antíska mynd „skáldaeyjunnar“, háleitrar ljóðmenningar á
blómaskeiði, saga síðari þróunar i íslenzkum bókmenntum, allt
þetta er þess vert að lesa enn í dag. Síðan fylgir saga endur-
fundar og rannsókna á íslenzkum bókmenntum, og að lokum
er yfirlit yfir íslenzk áhrif á evrópskar bókmenntir og nýjustu
stefnur.
Lelewel var ekki eini könnuður íslenzkra bókmennta í Vilna.
Samtímis honum kenndi þar Jóhann Lobojko, prófessor í
rússnesku, en rit hans „Horft til fornnorrænna bókmennta"
birtist á pólsku 1822. Frá Vilna kom einnig pólski málfræð-
ingurinn Jozef Lekowski, síðar prófessor í austurlandamál-
um við háskólann í Pétursborg, frábær fræðimaður um rúss-
neskar bókmenntir. Hann nam íslenzka tungu og kynnti forn-
íslenzkar bókmenntir í Rússlandi með þýðingum sínum og
ritgerðum. 1 annarri útgáfu rits Lelewels birtust þýðingar í
ljóðformi eftir Kazimir Brodzinski á „Hamarsheimt“ og „För
Skírnis“. Brodzinski, skáld og prófessor í pólskum bókmennt-