Skírnir - 01.01.1954, Side 190
186
Dr. Marek Wajsblum
Skírnir
um við Varsjárháskóla, var í skáldskap sínum og kennslu
fulltrúi hins pólska frum-rómantíska skóla, sem fyrir áhrif
Ossiansöngvanna og þýzkrar heimspeki sagði skilið við hinn
stirðnaða franska klassicisma og leitaði nýs sjónarsviðs í þjóð-
legu lífi og skáldskap. Þessi tvö öfl, sögukönnun og vaknandi
rómantík, drógu jafnt áhuga pólskra menntamanna að ís-
lenzkum bókmenntum. Merki um þenna áhuga er m. a. grein
fræðimannsins J. S. Bandtke um Eddu í blaðinu „Poznan-
maurinn“ 1822. Merki um báðar þessar ástæður til áhuga á
íslenzkum bókmenntum má sjá í pólskum rómantískum kveð-
skap, einkum á tímum „útflutninganna miklu“ eftir byltingar-
tilraunina 1830—1831, er París gerðist menningarmiðstöð
pólsku þjóðarinnar um fjórðung aldar. Að því hnigu og gild-
ar ástæður. Þeir Tadeus Mickiewicz, Julius Stowacki og Sigis-
mundur Krasinski, „hin mikla þrenning“ pólskrar ljóðlistar,
höfðu allir hrærzt í andrúmslofti háskólanna í Vilna og Var-
sjá og voru allir lærisveinar Lelewels. Hetjuandi Eddukvæð-
anna, sem lofar baráttuvilja og kappgirni og kveður hlutskipti
manna að berjast og glima við þung örlög, og andi frelsis
og frjálsræðis, sem er undirstraumur hins forna kveðskapar,
var hvorttveggja hæfur grunnur þeirrar ljóðagerðar, er hinn
byltingarsinnaði, vonlausi, en brennandi ákafi útlagans skóp.
Julius Slowacki túlkar ef til vill bezt þessi menningaráhrif. 1
sorgarleik hans „Lilla Veneda“, sem gæðir sagnfræðikenn-
ingu Lelewels holdi og blóði ljóðlistar, er sama andrúmsloft
og í Hervarar sögu og Heiðreks.
Andi pólskra þjóðsagna ásamt hrifi og ákafa íslenzkra forn-
kvæða og rómantík Ossiansöngvanna skapar hina sístríðandi
persónuleika sorgarleiksins, jafnt með Vindum, sem verja
frelsi sitt með vonlausum hetjuskap, sem með innrásarseggj-
unum. Áhrifa Eddukvæða og táknhyggju þeirra gætir og
glöggt í hinum dulúðga kvæðabálki Slowackis „Andi konung-
ur“, þar sem leiðsöguandi þjóðarinnar endurholdgast sífellt
á braut villna og þjáninga til vaxandi fullkomnunar. Enn má
finna anda forníslenzks skáldskapar í sorgarleik Sigismundar
Krasinskis „Iridion“ (1836). Þar sameinar hetjan, sem er son-
ur Forn-Grikkja og gyðju frá Ultima Thule, uppreisnaranda