Skírnir - 01.01.1954, Page 191
Skirnir íslenzk áhrif í Póllandi i Jnísund ár 187
hellenskrar menningar og norrænt hetjuþor og frelsishyggju
gegn kúgun Rómaveldis. Frá Slowacki og Krasinski til Ciprians
K. Norwids (1821—1883), síSasta stórskálds rómantísku stefn-
unnar í Póllandi, gætir áhrifa Eddukvæða mjög í pólskri ljóða-
gerð, þótt bergmál þeirra hafi mest verið í fyrstu.
Ahugi Jóakims Lelewels á íslenzkum sagnaritum helzt
jafnframt þessu samur og jafn. Eitt höfuðrannsóknarefni hans
var landfræði og kortagerð, einkum heimskautasvæða. Þegar
í æsku tók hann að kanna frásögur af ferðum Pítheusar og
um Ultima Thule og gaf út rit um þau efni. Niðurstöður allra
rannsókna sinna birti hann að lokum í höfuðriti sínu „Géo-
graphie de Moyen Age“. Nægir að geta hins mikla fjölda til-
vitnanna úr ritum Lelewels í „Landfræðisögu íslands“ eftir
Þorvald Thoroddsen til þess að ganga úr skugga um, hvílíkt
gildi rit hins pólska vísindamanns hefur haft fyrir íslenzkar
rannsóknir.
Sögukenning Lelewels um upprunalegt þjóðarlýðræði með
Slöfum hrundi ásamt þeirri pólitísku hreyfingu, sem stóð að
baki þvi hugmyndakerfi. En hin gamla kenning um bein nor-
ræn áhrif á myndun pólsks þjóðfélags var hafin upp að nýju
á síðari hluta aldarinnar. Gerði það Karl Szajnocha með
tilgátum sínum um norrænan uppruna pólskra aðalsmanna.
Fransiskus Piekosinski reyndi að styðja þær tilgátur með
þeirri kenningu, að pólsk skjaldarmerki ættu rætur að rekja
til rúna, og mannfræðingurinn Jóhann Czekanowski fullyrti,
að hægt væri að sanna, að norrænir menn hefðu átt drýgst-
an þátt í myndun pólska ríkisins. Þessar kenningar mættu
þó mikilli mótspyrnu helztu miðaldafræðinga Pólverja, eins
og Tadeusar Wojciechowski og Antoniusar Malecki og voru
að lokum kveðnar niður af Vladislav Semkowicz, sem kom
fram með nýjar aðferðir í sögukönnun.
Þýzkir sagnfræðingar létu heldur ekki hjá líða að reyna að
færa sönnur á norrænan uppruna Piast-konungsættarinnar,
er stofnaði pólska ríkið. Þessar kenningar, sem einkum hlutu
byr eftir heimsstyrjöldina fyrri, voru ekki ávallt reistar á
vísindalegum grundvelli og léku eitt sinn ekki of öfundsvert
hlutverk á vettvangi stjórnmálaklækja og áróðurs gegn endur-